mánudagur, mars 28, 2005

Landsbyggðar Djamm

ég verð að segja að ég vanmat það að djamma úti á landi, ég meina þetta er bara frábært, þú hittir ótrúlega mikið af nýju fólk sem þú hefur aldrei hitt á ævinni, og mun líklegast aldrei hitta aftur (góður kostur í mínu tilviki :) ). Þetta folk er líka mun opnara en borgarbörnin, og oft skemmtilegar pælingar í gangi.

Alls ekki fyrir svo löngu eða laugardaginn 12. Mars var árshátíð Skífunar haldin eða Dagur Group eins og það er kannski kallað, semsagt Skífan, BT, Office 1 og Sony verslanirnar ásamt Hljóðfærahúsinu, held ég að þetta séu allir upptaldir. Árshátíðin var haldin á Hótel Selfossi, Selfossi. Hátíðin hófst samt deginum áður á föstudeginum, þar sem flestir hörðustu og svöngustu djammbolltarnir komu saman á Café Bar á Selfossi og horfu á úrslitakvöld Idol'sinns með bjór í hönd. Sjálfárshátíðin var svo sem ágæt, fyrir utan lala kvöldverð (ískakan var æði og humarsúpan mjög fín) þá var víst e-h ball sem fór alveg frammhjá mér, ég var svo upptekinn að vera fullur :S, ekki í fyrstaskipti sem ég missi af ballinu. En þessi helgi var stórfín, og það var ágætt að djamma á Selfossi.

Síðn fór ég semsagt á Flúðir síðastliðin föstudag og hitti þar Ernst stórvin minn og kærustu hanns og vinkonu hennar, við fórum síðan á Útlagann og skemmtum okkur konunglega, ég og "Ernie-Boy" vorum að venju á rassgatinu og hittum slatta af nýju fólki þarna, Veðurguðirnir voru að spila og er þetta í fyrstaskipti sem ég sé þá spila og verð að segja að þeir eru bara hrein snilld, ef þú ert í sveit og fréttir af Veðurguðunum á næsta pöbb mæli ég sterklega með því að þú lítir við og fáir þér bjór eða tvo.

En semsagt að venju var lokað um 3 - 4 leitið á Útlaganum (ég mun aldrei skilja þetta að loka klukkan 3 bara útaf því að við erum útá landi en svona er þetta) við findum ekkert eftirpartý þannig að það var bara farið að sofa.

Vá hvað þetta er orðinn langur póstur, svona skeður þegar maður skrifar sjald...aldrei á bloggsíðuna sína, ég er hættur í bili, vonandi ekki jafn löngu bili og síðast, en við verðum að sjá til.

Heyrumst
Oskar'inn