föstudagur, ágúst 05, 2005

Kallinn fann bíl!

tékk it!

hver bíður sig fram til að fjármagna?

laugardagur, júlí 23, 2005

okokok

okokokokok, síðasta helgi var fuckt, ég var svo blekaður, og og maggi JR, við vorum á rassinum, en allavega hérna eru 3 myndir sem e-h franskur túristi tók af okkur!, en hérna erum við að tala um Magga JR dottandi uppá húddinu hjá Guðrúnu píu, sorry Guðrún en við vorum blekaðir, síðan sjáum við hérna aðal kallinn (mig) sofandi fyrir utan heima hjá Guðrúnu, ekki spyrja mig hvernig við enduðum þar, og loks vakti franski gaurinn okkur og tók hóp mynd af hópnum (mér og magga ;)).

mánudagur, júlí 11, 2005

Hjólið er Komið í Hús!

Þetta hérna beið eftir mér síðast liðin föstudag þegar ég kom heim úr vinnunni, ekki slæmt það :), en til að skyggja á hamingjuna kom í ljós að þetta er vitlaus stærð, en ég held að ég sé bara mjög sáttur með þessa stærð þannig að það er ekkert nema gott um það að segja, eins og sumir geta giskað á verður bara hjólað næstu vikurnar, á meðan veður leyfir, á meðan ég man hvaða helvitis skíta veður hefur komið yfir þetta land?

En næst á dagskrá er að fjárfesta í hlífum og "full-face" hjálmi áður en ég skemmi e-h fleira en mitt síbæklaða hné.

Sjáumst
Oskar

fimmtudagur, júlí 07, 2005

Fjárfesting Sumarsinns

Nú er sumartíminn að ná hámarki og margir hverjir sem eru í sumarvinnu eins og ég nýta tímann til að fjárfesta í einu og öðru sem þá hefur dreymt um eða vantað lengi en ekki haft fjármagn til, sumir á mínum aldri fjárfesta jafnan í bílum eða jafnvel íbúðum en ég, ég fjárfesti í einu stykki hjóli. Já hjóli með pedölum og þannig :), og engu smá hjóli heldur, eins og maðurinn sagði, "Hardcore Downhill" hjóli. Og viti menn hjólið mitt er komið í flutning, LOKSINNS!, en gripurinn er væntanlegur á næstu 10 dögum eða svo. En fyrir þá sem ekki vita er þetta svaka tryllitæki oft er það kennt við þrefaldann svartan demant, sem á í raun vel við þar sem að þetta hjól er algjör demantur og einni svart á lit. En nóg um það, hér að neðan getið þið séð gripinn.

Tunglgæsa Ráðgátan

Mikið hefur verið rættu um hinar svo nefndu "Tunglgæsir" uppá síðkastið, en talið er að hér séu gæsir sem lagðar voru í útlegð fyrir tíma manns sinns, þær voru bannaðar frá jörðinni og voru fluttar með fljúgandi sveppum til tunglsinns, en get má þess að sirka aldarfjárðung tók risaeðlurnar að þróa þesa sveppi aðalega að sökum þess að klærnar rifu svo oft sveppina áður en þeim tókst að klára að smíða þá. En snúum okkur aftur að gæsunum en þessar gæsir hafa einmitt sést á flugi í himinhvolfi okkar hérna á jörðinni, mikill viðbúnaður er vegna þess þar sem þær eru taldar mjög skipulagðar og einnig að þær séu vopnaðar ostaskerum. Hér að neðan má líta eina af þessum gæsum en mynd náðist af henni með hubbel stjörnusjónaukanum. Posted by Picasa

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Queens of The Stone Age - Lullabies To Paralyze

Eitt orð, SNILLD, það er sko möst fyrir alla að hlusta á þennan disk, ef þú fílar hann ekki, þá fílaru ekki góða tónlist, einfallt ekki satt? Posted by Hello

sunnudagur, apríl 10, 2005

The Man And His Knee

YEAH!! Núna þegar tæpt ár er liðið síðan ég, með tilþrifum, rústað á mér hnénu í körfubollta...Hmm er ekki soldið kjánalegt að skemma á sér hnéð svona í jafn saklausri íþrótt og körfubollta þegar maður fer eins og villimaður á fleygiferð niður stórgríttar brekkur og stíga á 2hjóla reiðhjóli?...allavegana þá er kallinn á leið í speglun næstkomandi miðvikudag, hljómar saklaust en ég má sko ekki hreyfa mig í 2daga eftir þetta og ekki keyra bíl í 5 daga, ég meina það að ég geti ekki keyrt bíl í 5 daga er bara útúr kortinu, ég verð kominn með fráhvarfseinkenni á lokastigi á 3ja degi. En allavega síðan eftir þessa aðgerð mína eða 10 dögum síðar mun ég hitta bæklunarlækni minn (já ég er hjá bæklunarlækni :)) aftur og þá kemur í ljós hvað það var sem var skemmt og hvernig það tókst til að fixa það og væntanlega verð ég sendur til sjúkraþjálfara í kjölfarið af þessum fundi okkar.

Later,
"Hnémaðurinn" Oskar

mánudagur, mars 28, 2005

Landsbyggðar Djamm

ég verð að segja að ég vanmat það að djamma úti á landi, ég meina þetta er bara frábært, þú hittir ótrúlega mikið af nýju fólk sem þú hefur aldrei hitt á ævinni, og mun líklegast aldrei hitta aftur (góður kostur í mínu tilviki :) ). Þetta folk er líka mun opnara en borgarbörnin, og oft skemmtilegar pælingar í gangi.

Alls ekki fyrir svo löngu eða laugardaginn 12. Mars var árshátíð Skífunar haldin eða Dagur Group eins og það er kannski kallað, semsagt Skífan, BT, Office 1 og Sony verslanirnar ásamt Hljóðfærahúsinu, held ég að þetta séu allir upptaldir. Árshátíðin var haldin á Hótel Selfossi, Selfossi. Hátíðin hófst samt deginum áður á föstudeginum, þar sem flestir hörðustu og svöngustu djammbolltarnir komu saman á Café Bar á Selfossi og horfu á úrslitakvöld Idol'sinns með bjór í hönd. Sjálfárshátíðin var svo sem ágæt, fyrir utan lala kvöldverð (ískakan var æði og humarsúpan mjög fín) þá var víst e-h ball sem fór alveg frammhjá mér, ég var svo upptekinn að vera fullur :S, ekki í fyrstaskipti sem ég missi af ballinu. En þessi helgi var stórfín, og það var ágætt að djamma á Selfossi.

Síðn fór ég semsagt á Flúðir síðastliðin föstudag og hitti þar Ernst stórvin minn og kærustu hanns og vinkonu hennar, við fórum síðan á Útlagann og skemmtum okkur konunglega, ég og "Ernie-Boy" vorum að venju á rassgatinu og hittum slatta af nýju fólki þarna, Veðurguðirnir voru að spila og er þetta í fyrstaskipti sem ég sé þá spila og verð að segja að þeir eru bara hrein snilld, ef þú ert í sveit og fréttir af Veðurguðunum á næsta pöbb mæli ég sterklega með því að þú lítir við og fáir þér bjór eða tvo.

En semsagt að venju var lokað um 3 - 4 leitið á Útlaganum (ég mun aldrei skilja þetta að loka klukkan 3 bara útaf því að við erum útá landi en svona er þetta) við findum ekkert eftirpartý þannig að það var bara farið að sofa.

Vá hvað þetta er orðinn langur póstur, svona skeður þegar maður skrifar sjald...aldrei á bloggsíðuna sína, ég er hættur í bili, vonandi ekki jafn löngu bili og síðast, en við verðum að sjá til.

Heyrumst
Oskar'inn

föstudagur, janúar 28, 2005

Kings of Leon - Aha Shake Heartbreak

Kings of Leon - Aha Shake Heartbreak, Þetta er albúmið sem mest er í hlustun hjá kallinum þessa dagana, eðal-albúm alveg. þetta er samt eiginlega bara prufu póst núna sko þannig að þetta er eiginlega hálf "point-less" póstur. Posted by Hello

Sideways

Sideways, tjaaa kannski maður sé soldið "Sideways" sjálfur, hef ekki beint verið með hugann við námið og þannig ef þú skilur, en við getum sagt að ég sé að réttast við, sem er ekkert nema gott mál.

En ég og góð vinur minn Ernst, aka "Ernie Boy", fórum að sjá bíómyndina "Sideways" sem er jú samkvæmt kvikmyndir.is gaman/dramamynd ekki beint "my cup of tea". Ástæðan fyrir því að við ákvað að skella okkur á hana er sú að maður er búinn að lesa smá um hana og "fólkið" segir að hún sé snilldin ein, ég sá síðan snilldar brot úr henni í Jay Leno um daginn. Ég hreinlega verð bara að vera sammála þessu "fólki" og segja að þessi mynd er snilldin ein, Ernst var alls ekki ómsammála mér heldur þvert á móti mjög sammála mér. umfjöllunarefni myndarinn er frekar skrítið samt, og ekki beint rosalega áhugavert þegar þú lest þetta, en hún fjallar um þá félagana Miles og Jack sem hafa ákveðið að fara og slétta ærlega úr klaufunum síðustu vikuna áður en Jack giftir sig, myndin hefst í byrjun þessarar "slétt-úr-klaufunum- viku" þar sem þeir félagarnir eru áleið útí sveit Californiu, ég man ekki nákvæmlega hvar þeir voru en það kemur framm í myndinni, þeir ferðast þar um sveitina á milli vínekra og smakka vín, eins og ég sagði hljómar þetta ekki beint spennandi, en handritshöfunur læðir inn algjör snilldar húmor á skemmtilegustu stöðum, og leikararnir sína mjög góðan leik, en enginn annar enPaul Giamatti leikur einmitt Miles. Enginn vafi að hér er snilldar mynd a ferðinni.

Einkunn: 4 og 1/2 Óskar

En núena verð ég að fara að sofa, enda mjög saddur og sæll ný kominn af Hereford þar sem við strákarnir fögnuðum 21árs afæmli hanns Geirs.

Ég mun bæta við þessa fátæklegu umfjöllun mína um Sideways seinna.

Góða Nótt,
Óskar-inn


laugardagur, janúar 22, 2005

Club Mix, Anyone?

hérna afhverju má fólk taka góð lög eins og t.d. Jenny Was a Friend of Mine með The Killers og gera einhverskonar afskræmdar "club mix" útgáfur af þeim? eru svona hlutir ekki verndaðir af einhverskonar höfndarréttar lögum? ég meina þetta eru yfirleit fáránlegar útgáfur og oft á tíðum passa "beat-in" og þessir ýmsu "taktar" sem bætt er við lagið engan vegin við fílinginn í laginu. Ég er ekki að "dissa" tónlistarstefnur þeirra sem fíla svona "dance/techno/trance/house/break beat" tónlist, og get jafnvel viðurkennt að ég hlusta öðruhverju á þetta en þó yfirleitt undir frekar áhrifum, ýmist sterkum eða vægum, áfengis. Sko það er kannski líka annað ef "DJ'ar" eru að taka svona "live" en það gæti verið eylítið skemmtilegra, og þar sem þetta er live, meira í takt við stemmarann á svæðinu. En ekki vera að gefa þetta út á breið-/smá-/safnskífum.

Anyways, þetta var mitt fyrsta blogg, þið......"echo"...verðið kannski vitni að ýmsum skrítnum og jafnvel skemmtilegum vangaveltum hérna í framtíðinni, en ég mun kannski halda þessu meira "prívat" og því gæti læðst einn og einn einkahúmorinn hérna inn.

En að lokum við ég bæta smá "disclaimer" hérna inn, en ég áskil mér þann rétt að rugla stafaröðun hinna ýmsustu orða og fara rangt með föll og þess háttar, ásamt stafsettningu og.s.f.v. En einnig vil ég bæta við að ef einhverjir fordómar og þess háttar dót læðist hér inn í hinum ýmsustu einkahúmors-bröndurum og er það með öllu bannað að taka þá alvarlega.

Later.
OskarIo