föstudagur, desember 22, 2006

Halló?.... Ísland hvar ertu!

Okey við erum semsagt að fljúga heim í dag, london er víst að drukna í þoku og öllum flugum hefur verið seinkað og sumum cancelað.

Ég er búinn að athuga stöðuna á IcelandAir fluginu okkar og við lendum 3:30 23.Des í staðin fyrir 23:30 22.Des.... YEAH!... nei.

Alitalia eru alltaf jafn skemmtilegir og einu upplýsingarnar sem ég er búinn að ná að draga útúr vefsíðunni þeirra er að ég get athugað með statusinn á fluginu mínu og eina sem stendur þar er "not departured" phew vélin er ekki farinn, einmitt það sem ég hafði áhyggjur af, NEI.... fucking Ítalir, alltaf eru þeir eins.

Vona að það verði ekki miki meiri tafir á IcelandAir fluginu þar sem ég á tíma í klippingu klukkan 9:30 eða var það 8:30 23.Des. Maður er ekki ókliptur yfir jólin, sérstaklega þar sem ég fór í klippingu síðast í Ágúst.......

Jæja ég er hættur að bulla hérna og farinn útí súpermarkað að gæða mér á bestu skinku í heimi áður en ég fer heim til Íslands. Mér er slétt sama hvernig ég kemst heim, ég ætla að komast heim á næstu 12-15 tímum.

Bæjó
Óskarinn

HALLÓ ÍSLAND!!!

Jej, við erum að koma heim loksins!!!

En já ég er ömurlegur bloggari ég er ekki búinn að skrifa neitt hérna síðan ég man ekki hvenar.

En allavega ég reyni kannski betur næst ;D

Þegar maður er eitthvað busy þá hefur maður bara engan tíma til að skrifa um hvað maður gerði til að pósta því á netið, ég ætla kannski að endurlífga þetta blogg mitt í Janúar en það er ekkert loforð.

Bless (í bili?)
Óskarinn

laugardagur, desember 09, 2006

RAFMAGNSLEYSI!...

...ég skil ekki hvernig þetta er hægt, rafmagnslaust 2 daga í röð, reyndar bara smá hluta af deginum en samt, í gær var það í soldinn tíma en í dag var það í bara 2tíma eða svo.

Ég varð náttúrulega fattlaður þegar rafmagnið dó, gat ekkert lært þar sem ég er með allt draslið inná utanáliggjandi hörðum disk sem þarf sér rafmagn, og allt annað er á netinu.... döh það fór líka, þannig að rafhlaðan mín í fartölvunni gerði ekkert fyrir mig nema að við gátum horft á Zoolander á meðan við biðum eftir rafmagninu.

Ég man ekki einusinni eftir því hvenar varð rafmagnslaust síðast, eina sem ég man var að pabbi sýndi mér hvernig maður sá bláan ljóma koma þegar maður opnaði umslag og ég borðaði kornflekes að eitthvað álíka og Jordan var utaná pakkanum, þannig að ég hef verið svona ca. 5 ára...

Vona bara að ég komist lifandi heim, frá öllu rafmagnsógeðinu hérna, ég er btw ennþá skíthræddur við rafmagnstengilinn sem lafði útúr rafmagnsdósinni sinni þegar við komum hingað, búinn að opna hann og laga eins og ég gat en ég er sko ekki að fara að splæsa í nýjann tengil handa kallinum.

Ég er farinn að læra, allir sem eru búnir með ÍSL503 eða svipað (stúdent í ÍSL) endilega sendið mér sterka íslensku strauma á þriðjudaginn klukkan 16:00 (15:00 að íslenskum tíma) ég mun þarfnast þeirra.

Blessó
Óskar

föstudagur, desember 08, 2006

1000. Heimsóknir!

vúhú ;D

HVAR ERU KVITTNAIRNAR!!!

ég er kannski lélegur bloggari en þið þurfið samt ekki að vera lélagari kvittarar en ég er bloggari!!!

BLESS
Óskarinn

Styttist í heimkomu

Núna er heldur betur farið að styttast í heimkomuna :)

Við erum búin að vera hérna í 104 daga, og 14 dagar í heimkomu :D

Ég var að fá lokaeinkun úr SAG103 sem ég tók í fjarnámi hjá FÁ og fékk 8,0, ílla sáttur með það miðað við hvernig gekk að lesa þetta helvíti, erfit að læra svona þegar maður hefur ekkert stuðnings efni eins og kafla verkefni, kafla próf, skyndipróf og þesskonar til að hjálpa sér að skilja efnið, en við fengum þó ágætis glærur úr efninu frá kennaranum.

Síðan er það bara ÍSL503 prófið á Þriðjudaginn og ég efast svona einhvernvegin að mér eigi eftir að ganga jafn vel í því og í SAG103, ekki alveg að ná utan um efnið því það er soldið mikið dreift og asnalega skipulagt. En þetta reddast

Annars hef ég ekki miki meira að segja... hei jú við skelltum okkur í bíó í gær, geggjað að fara í bíó aftur eftir ca. 16 vikna fjarveru :), en bíóið var ÖMURLEGT!!! tjaldið var lítið, myndin var minni, poppið var vont, kókið var í dós, og hljóðið var hörmulegt! ég myndi taka græjurnar mínar sem ég á sjálfur heim framm yfir þetta á hverjum degi! Hljóðið var eitthvað sem maður gæti ímyndað sér að væri flott á dögum svart hvítra mynda. En ég vill kenna Laugarásbíó um þessi vonbrigði mín þar sem maður er vanur alltof góðu heima!

En myndin sem varð fyrir valinu, já valinu... ekki eins og við höfum úr einhverju að velja... kannski 1-2 sýningar í mánuði eða eitthvað álíka á myndum á ensku, get ekki horft á dubbaðar myndir á ítölsku. Já myndin sem við sáum var Flags of Our Fathers og verð ég að segja að hún var nokkuð góð þrátt fyrir að við misstum af byrjuninni, verðum víst að sjá hana aftur þegar við komum heim.

Farinn að læra
Óskar

p.s.
kíkið á Flickr! accountinn minn var að henda inn nokkrum myndum um daginn.

föstudagur, desember 01, 2006

Smá Status check...

4 dagar í fyrsta próf
12 dagar í síðasta próf
22 dagar í heimkomu :D

Ég er að eltast við hjól á netinu, vona að það gangi upp.

Ég er kominn með vinnu þegar ég kem heim :) algjör snilld, byrja samt ekki fyrr en Sætust er farin til Ítalíu aftur.

Ég á í fyrstaskipti síðan ég man ekki hvenar gott jólafrí án alls BT vinnu stress :)

ÞAÐ ERU AÐ KOMA JÓL!

blessó
Óskar

Ég er í prófum....

... þannig að versti bloggari í heimi er núna kominn með afsökun fyrir því að vera ennþá verri bloggari :D