sunnudagur, maí 20, 2007

Myndir af sætu

Eins og ég sagði þá ætlaði ég kannski að reyna að endurlífga þetta eitthvað en kannski þá bara fyrir ljósmyndirnar mínar.

En allavega hérna er ein af 2 myndum sem ég er búinn að vinna af þeim sem ég tók af Guðrúnu sætu hérna niðrí fjöru í staðarhverfinu þar sem ég á heima.

Þær voru teknar á móti sólsetrinu og lýstar með einu Canon EX430 flassi með smá bounce'i og síðan smá eftirvinnsla í Photoshop. Og ég er mega ánægður með útkomuna.

Endilega kíkið á flickerinn minn til að sjá hina myndina og aðrar myndir.


Óskarinn

laugardagur, maí 19, 2007

Á maður að reyna að endurvekja þetta?....

Ég bara veit ekki...

Kannski... þó það væri ekki nema til þess að segja eitthvað um myndirnar sem ég hendi inná flickr, þegar ég nenni því nú.

En allavega nýjasti besti vinur minn er Noise Ninja™, ef þú ert ekki sáttur með myndina þín og þér finnst hún vera pínu gróf og smá mikið noise þá er þetta plug-in fyrir Photoshop mesta guðsgjöf ever. Einfaldara en allt og skilar ólýsanlegum árangri (sjá "My one" eftir mig á flickr).

Vá þetta er orðið mega langt ég ætla ekki að fara að fá ógeð á fyrsta póstinum, kannski kemur annar hver veit.

Bless lesandi (líklegast í eintölu...)
Óskar