miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Kíkið á flicker'ið mitt!

Smellið á "Flickr" hérna hægra megin.

Endilega segið ykkar skoðun á myndunum, það koma fleiri um leið og það fer að róast í skólanum og þannig.

Blessó
Oskar

hvað varð um commentin?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Lélagasti blogger í heimi....

...það er ég!!

En hérna er mynd af Gylltu þrumunni sem ég og Ernst brunuðum á til Torino. Bara svona ykkur til skemmtunar.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Heimsókn, Ernst, Tool, Torino, Smart!

GEÐVEIK HELGI!!!

Loksinns kom hún, búinn að bíða leeeengi eftir þessari helgi, en já eftir spennandi dag á laugardaginn þá kom Ernst loksinns með flugi frá köben, lentur um 19:00 mættur með express lestinn niðrá Cadorna um átta leitið, ég beið eftir honum þar með tvær ískaldar Stellur að sjálfsögðu. Við brunuðum heim með metroinu og ákváðum að skella okkur bara á Maccarann í staðin fyrir að spreða í einhverja veitingastaði. Síðan fórum við bara heim aftur og fengum okkur eitthvað gott og svalandi að drekka þegar við vorum orðnir vel glaðir fórum við að flakka um Mílanó en klukkan var orðin svo rosalega margt þegar við fórum út að við nenntum ekki einusinni að tékka á hvort það væru einhverjir staðir opnir, enda lokar allt hérna um 3 leitið nema leiðinlegir dans staðir sem kostar 25evrur inná...

Á sunnudaginn fórum við síðan uppá Linate flugvöllinn og leigðum okkur bíl, sem by the way var hræ ódýr, 62evrur alveg tryggður í bak og fyrir með auka ökumanni og ótakmarkraðri keyrslu, þannig að ég mæli með að þið kíkið á thrifty.com næst þegar ykkur vantar bíl. Bíllinn okkar var geðveikur, örugglega ekki til hommalegri bíll, Smart 4dyra svartur og gulllitaður.... ok ef maður er á 2ja dyra smart þá getur amk sagt að kærastan eigi hann.... en tveir gaurar að rúnta um á ómerktum 4dyra gylltum Smart... say no more.

Síðan hófst keyrslan til Torino á gylltu þrumunni, eftir klukkutíma setu í umferð þá tókst okkur loksinns að koma okkur útúr Mílanó og uppá hraðbrautina, endalaus umferð. Skemmtileg keyrsla en frekar þreytandi ógeðslega mikið af framkvæmdum á leiðinni og kolniðamyrkur.

Jæja við komumst til Torino rúmum klukkutíma fyrir tónleikana, byrjuðum á því strax að reyna að koma okkur að tónleikasvæðinu, hálftíma síðar fundum við höllina, gott teamwork í gangi og gæjarnir í strætóskílinu á leið2 eiga þakkir okkar fyrir hjálpina :). Síðan þegar við stóðum þarna fyrir utan var enginn þarna, engar auglýsingar eða neitt, þá kom fólk þarna að á öðrum bíl og var greinilega líka að leita að þessu, stelpa sem var með þeim hljóp á næsta pizza stað og spurði hvort þetta væri ekki örugglega staðurinn þá kom það í ljós að tónleikarnir höfðu verið fluttir!!!! við vorum bara FUCK, sem betur þá vissu þau hvar nýjistaðurinn var og þá tók við að bruna í gegnum Torino alveg þvera og akkúrat til baka þar sem við komum inní Torino þar sem nýji staðurinn var og mættum akkúrat á tíma, ef við hefðum ekki hitt á þetta fólk þá hefðum við ekki náð tónleikunum held ég.

Við komum okkur inní höllin sem var svipuð að stærð og laugardalshöllin, fáum okkur sæti og spjöllum, sound check í gangi, síðan alltíeinu slökkna ljósin á sviðinu og strax á eftir ljósin í salnum, sviðljósin kvikna og bassatakktur byrjar að hljóma byrjar að hljóma, Danny trommarinn kemur fyrst og byrjar að níðast á skinnunum að mikill snilld, Adam og Justin byrtast og síðan Maynard... vá sjá manninn hann er með Gasgrímu fasta við andlitið og það er búið að gera gat fyrir micinn og festa hann við grímuna þannig að gæinn er með micinn fastann við hausinn (hann var síðan með þessa grímu á hausun alla tónleikana!!!)!! Síðan byrjar þetta, STINKFIST!!.... vá geðveika sviðframkoma, allt geðveikt flott, ljósa-showið þvílíkt pælt og allt perfect. Við stóðum þarna í leiðslu þangað til að þeir tóku fyrstu "pásuna" við föttuðum ekki einusinni að fara fremst og svitna! þetta var bara of geðveikt of mikið að gerast of mikið að meðtaka til að geta hugsað.

Hérna er síðan lagalistinn, Ernst var svo sniðuguru að skrifa hann niður jafnóðum þannig að hann fær fullt credit fyrir hann, ég man ekki einusinni almennilega hvað þeir spiluðu :/.

1. Stinkfist
2. The Pot
3. 46&2
4. Jambi
5. Schism
6. Lost Keys (Blame Hoffman)
7. Rosetta Stoned
8. Swamp Song
9. Lateralus
10. Vicarious
11. Ænema

Geggjaður listi, eina sem ég sakna virkilega er Parabola!!!

Þegar við lögðum síðan af stað heim á gylltu þrumunni þá náðu við að villast þetta rosalega, kolniðamyrkur og brjáluð þoka = ekki gaman, en helvítis Ítlarnir eru snillingar í að vera með ömurlegar vegamerkingar þegar þeir eru að breyta vegum, við t.d. misstum einusinni af Milano exitinu bara útaf því að það var bara eitt pínulítið skillti á endanum á afreininni!!! pælið í vitleysu! En okkur tókst svo með mikill snilli að koma okkur inná réttan veg á endanum, enda ekki við öðru að búast!

Ég er farinn að læra, þarf að klára helling fyrir klukkkan 2:00 í nótt. Við heyrumst bara, endilega commenta svo!!!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Loksinns :D

ÉG ER BÚINN MEÐ SJÁLFSTÆTT FÓLK EFTIR HALLDÓR LAXNESS!!!

Takk fyrir.

bæjó
Oskar