þriðjudagur, apríl 19, 2005

Queens of The Stone Age - Lullabies To Paralyze

Eitt orð, SNILLD, það er sko möst fyrir alla að hlusta á þennan disk, ef þú fílar hann ekki, þá fílaru ekki góða tónlist, einfallt ekki satt? Posted by Hello

sunnudagur, apríl 10, 2005

The Man And His Knee

YEAH!! Núna þegar tæpt ár er liðið síðan ég, með tilþrifum, rústað á mér hnénu í körfubollta...Hmm er ekki soldið kjánalegt að skemma á sér hnéð svona í jafn saklausri íþrótt og körfubollta þegar maður fer eins og villimaður á fleygiferð niður stórgríttar brekkur og stíga á 2hjóla reiðhjóli?...allavegana þá er kallinn á leið í speglun næstkomandi miðvikudag, hljómar saklaust en ég má sko ekki hreyfa mig í 2daga eftir þetta og ekki keyra bíl í 5 daga, ég meina það að ég geti ekki keyrt bíl í 5 daga er bara útúr kortinu, ég verð kominn með fráhvarfseinkenni á lokastigi á 3ja degi. En allavega síðan eftir þessa aðgerð mína eða 10 dögum síðar mun ég hitta bæklunarlækni minn (já ég er hjá bæklunarlækni :)) aftur og þá kemur í ljós hvað það var sem var skemmt og hvernig það tókst til að fixa það og væntanlega verð ég sendur til sjúkraþjálfara í kjölfarið af þessum fundi okkar.

Later,
"Hnémaðurinn" Oskar