þriðjudagur, október 31, 2006

Heimsókn! - Myndir

Var að henda inn nokkrum mynd frá síðustu helgi, endilega kíkið á þær.

later.
Oskar

sunnudagur, október 29, 2006

Heimsókn!

Við fengum heimsókn! Mamma og pabbi Guðrúnar komu í helgar heimsókn núna þessa helgi, heldur betur færandi hendi! Þau komu með KODDANA OKKAR!!!!! Þar sem maður er orðinn algjörlega húkked á þessa tempur kodda þá var það ólýsanlega gott að fá koddann sinn aftur, draumur að sofa síðustu tvær nætur. En þau komu líka með tvær sængur fyrir okkur! fullt fullt af nammi og orðabókina hennar Guðrúnar, 10kg hlunkur. Síðan komu þau líka með pakka frá mömmu og pabba og þar fann ég hvorki meira né minna en ÍSLENSKT HANGIGJÖT! og FLATKÖKUR! geðveikt gott að fá þetta, síríus súkkulaði, pipp og mjög sérstakar piparkökur.

Síðan þegar við vorum búin að gæða okkur á namminu og losa þau við draslið sem þau komu með fyrir okkur, sem var btw ein heil ferðatask plús önnur minni, þá fórum við að leika túrista í fyrstaskipti í Mílanó. Við fórum að skoða kirkjuna Duomo, sem er eitthvað voða merkileg kirkja, eld gamallt dót, og kastalann, hittum þar á einhverja celtic daga og svoleiðis voða gaman löbbuðum mikið um og skoðuðum. álit mitt á Mílanó hækkaði alveg gríðarlega þegar ég fór að skoða hana með augum túristanns.

Ég tók helling af myndum sem ég á eftir að setja inná tölvuna, og síðan smelli ég þeim sem mér lýst eitthvað á inná myndasíðuna mína, fylgist með.

bæjó
Óskar

föstudagur, október 27, 2006

Úff mikið að gera...

Alltof mikið að gera núna, er að lesa Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness, og verð reyndar að skjóta inn í að hún er mjög góð, ég les ekki margar bækur en mér fannst þessi góð og mér er ekki ennþá farið að leiðast, kominn á bls 323 af 525 og kalla það nokkuð gott fyrir rúmlega viku lestur.

En ég þarf semsagt að vera búinn með bókina alla, búinn að taka próf úr öllum 5 hlutunum, semja spurningu úr amk 3 hlutum og svara þeim með gríðar löngu svari, stúdera óendanlegt flóð af upplýsingum um Laxness á vefnum Gljúfrasteinn.is og svara einhverju verkefni um það, loks get ég þá klárað einhverja umsögn þar sem ég velti bókinn Sjálfstætt Fólk fyrir mér. Já og ekki má gleyma að ég á líka að skila heimildaritgerð fyrir Sögu sem á að vera ca. 8bls um Galileo Galilei. Allt þetta á að vera búið ekki seinna en 1.Nóv

15nóv á ég síðan að vera búinn að lesa aðrabók sem heitir Sólskynshestur, og klára Málnotkunar verkefni fyrir 30.Nóv, en í millitíðinn hef ég ákveðið að gefa mér tíma til að fara á út að taka 1-3 myndir og hjóla kannski 3-7km, ásamt því að sofa kannski og fara á Tool tónleika í torini



Ég er því farinn að sofa, góða nótt.
Óskar, löglega afsakaður frá blogginu í smástund.

þriðjudagur, október 24, 2006

Moskító flugur...

...OHHH, ég hata þessi litlu ógeðslegu kvikindi.

Þessar viðbjóðslegu pöddur héldu fyrir mér vöku í næstum alla nótt, ég drap 4 stk og hélt alveg örugglega að það væri engin eftir þegar ég lagðist uppí rúmm, en nei auðvita tæpum 10min seinna heyrðist þetta lága ógeðslega suð í eyranu mínu eins og hún væri á leiðinni uppí heila!

Ég gafst upp að lokum og svaf bara ekki með neina sæng þannig að þær gætu bara stungið mig ef þær lætu fucking eyrun á mér í friði...og helvítin stungu mig í fingurgóminn á löngutöng!!!!!!!!!!!

Bless...
Óskar

mánudagur, október 23, 2006

The Nine...tékk it!!

Loksinns!! eitthvað kúl, orginal og skemmtilegt.

Ég er bara búinn að sjá fyrsta þáttinn og get ekki annað sagt en að þetta var rosalegur þáttur, og ég get ekki beðið eftir að horfa á næsta, mæli með þessu fyrir alla. Sérstaklega þá sem komnir eru með leið á Lost ;).


Þetta byrjar allt með bankaráni sem fer ílla, gíslataka og vesen, síðan þróast þetta eftir bankaránið, þá fer ýmislegt að koma í ljós, nokkuð magnað, við fáum að sjá brot úr lífi allra rétt fyrir bankaránið og síðan BOOM bankaránið og gíslatakan yfirstaðin.... hef aldrei séð neitt þannig áður. Þannig að núna er ég bara hooked og verð að sjá næstu þætti til að vita meira um hvað skeðið eiginlega þarna inni.

Síðan var soldið fyndið að sjá Kim Raver(Audrey Raines í 24), John billingsley (Terrence Steadman í Prison Break), Camille Guaty (Kærasta Fernando í Prison Break), Chi McBride (Skólastjórinn í Boston Public) og fleiri.

sunnudagur, október 22, 2006

Whoa, Lost season 3 og smá iTunes nöldur

Við vorum að horfa á fyrstu 2 þættina í nýjustu seríunni af Lost, og bara eitt sem ég ætla að segja svo ég skemmi þetta ekki fyrir neinum... MAGNAÐ.


Er einhver búinn að horfa a þessa þætti?

En að öðrum málum, ég nálgaðist þessa þætti á iTunes Store og verð því miður, eins og ég held nú mikið uppá iTunes, að lýsa yfir vonbrigðum mínum með iTunes í þessum málum, ekki nóg með það að þátturinn er ekki í wide-screen upplausn heldur er hann risa stór (næstum 500mb) og síðan er iTunes alls ekki að standa sig í afspilun á þessum skrám. Maður þarf að gera allskonar hundakúnstir til að fá draslið til að ganga, og það er ekki eins og maður sé á einhverji drasl tölvu. iTunes er með alveg fáránlegar kröfur fyrir "video playback" eða 2.0Ghz örgjafa!!! hvað er málið með það? hvenar varð það svona flókið að spila einn helvítis video fæl??

Common Apple!!! ég sem hélt að þið væruð að fá eitthvað vit í kollinn!!

bless..
Oskar

fimmtudagur, október 19, 2006

Smá breyting

Eins og glöggir menn sjá er ég búinn að breyta aðeins til hérna, ekkert mikið en þó í áttina.

Ég færði mig úr gamla stjórnborðinu hérna hjá blogger og yfir í það nýja, þið sjáið engan mun á því en ég hef frjálsari hendur með að breyta dóti hérna þá. Með nýja stjórnkerfinu kom líka nýtt "archive" þannig að það tekur aðeins minna pláss á síðunni núna.

Síðan bætti ég líka inn "Milano Counter" sem telur svona ýmislegt sem ég geri hérna úti... t.d. hvað ég er búinn að hjóla marga km, drepa margar moskító flugur og taka margar myndir :D.

Njótið
Oskar

Leti...

Leti, lýsir síðustu viku í einu orði. Guðrún greiið var smá slöpp og ég varð rosalega góður og var hjá henni mest allan tíman, skaust öðruhverju reyndar út en það er önnur saga. Síðan þegar henni leið betur þá vorum við smá föst inní þessu að hanga bara og gera bókstaflega fátt eða ekkert yfir daginn, ekki gott :/

Og þar sem við höfum verið svona löt er náttúrulega lítað að skrifa um ;) en ég er búinn að vera rosa duglegur að hjóla útí garði og búinn að hjóla rúma 180 km þar núna.

Pönnukökur....MIG LANGAR Í PÖNNUKÖKUR!!!, málið er að við höfum verið að reyna að redda uppskrift að heiman fyrir pönnukökur en síðan gáfumst við bara uppá því og fórum á netið, fundum eina sem var nógu mömmuleg og skunduðum útí búð að kaupa hráefnið. Eftir langan tíma í súpermarkaðinum vantaði okkur ennþá tvennt, lyftiduft og vaniludropa (maður gerir ekki pönnukökur án vaniludropa!!) hvernig er þetta eiginlega hafa ítalir aldrei heyrt talað um Royal lyftiduftið góða??? eða vaniludropa??, og btw ef einhver veit hvað þetta kallast á ítölsku má hann hendilega setja það í commentið. En við ætluðum ekki að láta sigra okkur í þessari herför okkar til að fá eitthvað góðgæti og keyptum möffins í pakka :D, nánast hlupum heim og lásum spennt aftaná pakkann og auðvitað vantaði helvítis eggið sem við skiluðum í hilluna í súpermarkaðinum þegar við fundum ekki restina af dótinu í pönnukökurnar....

En Guðrún bakaði síðan þessar möffins þegar við áttum egg og þær voru bara geggjað góðar :)



Hei hvernig væri svo að commenta? ég nenni ekki að blaðra hérna ef þið commentið ekki!!!

miðvikudagur, október 11, 2006

Nýjar myndir frá Mílanó

Nýtt mynda albúm komið á myndasíðuna. Þar má fynna ýmsar myndir frá Milanó, endilega kíkið á þetta, ekkert sérstaklega flokkað bara ýmislegt héðan og þaðan, njótið.


kv.
Oskar

fimmtudagur, október 05, 2006

Myndir frá Bergamo (townhill)

Hæbb ég er kominn með myndasíðu að minnsta kosti tímabundið urlið á hana er http://picasaweb.google.com/oskarom endilega kíkið við og skoðið. Ég er reyndar bara kominn með eitt album og það er frá Townhill keppninni í Bergamo um síðustu helgi. Ég mun setja fleiri myndir inn þegar við erum búin að flytja inn í nýju íbúðina.

Bæjó
Oschar