föstudagur, desember 22, 2006

Halló?.... Ísland hvar ertu!

Okey við erum semsagt að fljúga heim í dag, london er víst að drukna í þoku og öllum flugum hefur verið seinkað og sumum cancelað.

Ég er búinn að athuga stöðuna á IcelandAir fluginu okkar og við lendum 3:30 23.Des í staðin fyrir 23:30 22.Des.... YEAH!... nei.

Alitalia eru alltaf jafn skemmtilegir og einu upplýsingarnar sem ég er búinn að ná að draga útúr vefsíðunni þeirra er að ég get athugað með statusinn á fluginu mínu og eina sem stendur þar er "not departured" phew vélin er ekki farinn, einmitt það sem ég hafði áhyggjur af, NEI.... fucking Ítalir, alltaf eru þeir eins.

Vona að það verði ekki miki meiri tafir á IcelandAir fluginu þar sem ég á tíma í klippingu klukkan 9:30 eða var það 8:30 23.Des. Maður er ekki ókliptur yfir jólin, sérstaklega þar sem ég fór í klippingu síðast í Ágúst.......

Jæja ég er hættur að bulla hérna og farinn útí súpermarkað að gæða mér á bestu skinku í heimi áður en ég fer heim til Íslands. Mér er slétt sama hvernig ég kemst heim, ég ætla að komast heim á næstu 12-15 tímum.

Bæjó
Óskarinn

HALLÓ ÍSLAND!!!

Jej, við erum að koma heim loksins!!!

En já ég er ömurlegur bloggari ég er ekki búinn að skrifa neitt hérna síðan ég man ekki hvenar.

En allavega ég reyni kannski betur næst ;D

Þegar maður er eitthvað busy þá hefur maður bara engan tíma til að skrifa um hvað maður gerði til að pósta því á netið, ég ætla kannski að endurlífga þetta blogg mitt í Janúar en það er ekkert loforð.

Bless (í bili?)
Óskarinn

laugardagur, desember 09, 2006

RAFMAGNSLEYSI!...

...ég skil ekki hvernig þetta er hægt, rafmagnslaust 2 daga í röð, reyndar bara smá hluta af deginum en samt, í gær var það í soldinn tíma en í dag var það í bara 2tíma eða svo.

Ég varð náttúrulega fattlaður þegar rafmagnið dó, gat ekkert lært þar sem ég er með allt draslið inná utanáliggjandi hörðum disk sem þarf sér rafmagn, og allt annað er á netinu.... döh það fór líka, þannig að rafhlaðan mín í fartölvunni gerði ekkert fyrir mig nema að við gátum horft á Zoolander á meðan við biðum eftir rafmagninu.

Ég man ekki einusinni eftir því hvenar varð rafmagnslaust síðast, eina sem ég man var að pabbi sýndi mér hvernig maður sá bláan ljóma koma þegar maður opnaði umslag og ég borðaði kornflekes að eitthvað álíka og Jordan var utaná pakkanum, þannig að ég hef verið svona ca. 5 ára...

Vona bara að ég komist lifandi heim, frá öllu rafmagnsógeðinu hérna, ég er btw ennþá skíthræddur við rafmagnstengilinn sem lafði útúr rafmagnsdósinni sinni þegar við komum hingað, búinn að opna hann og laga eins og ég gat en ég er sko ekki að fara að splæsa í nýjann tengil handa kallinum.

Ég er farinn að læra, allir sem eru búnir með ÍSL503 eða svipað (stúdent í ÍSL) endilega sendið mér sterka íslensku strauma á þriðjudaginn klukkan 16:00 (15:00 að íslenskum tíma) ég mun þarfnast þeirra.

Blessó
Óskar

föstudagur, desember 08, 2006

1000. Heimsóknir!

vúhú ;D

HVAR ERU KVITTNAIRNAR!!!

ég er kannski lélegur bloggari en þið þurfið samt ekki að vera lélagari kvittarar en ég er bloggari!!!

BLESS
Óskarinn

Styttist í heimkomu

Núna er heldur betur farið að styttast í heimkomuna :)

Við erum búin að vera hérna í 104 daga, og 14 dagar í heimkomu :D

Ég var að fá lokaeinkun úr SAG103 sem ég tók í fjarnámi hjá FÁ og fékk 8,0, ílla sáttur með það miðað við hvernig gekk að lesa þetta helvíti, erfit að læra svona þegar maður hefur ekkert stuðnings efni eins og kafla verkefni, kafla próf, skyndipróf og þesskonar til að hjálpa sér að skilja efnið, en við fengum þó ágætis glærur úr efninu frá kennaranum.

Síðan er það bara ÍSL503 prófið á Þriðjudaginn og ég efast svona einhvernvegin að mér eigi eftir að ganga jafn vel í því og í SAG103, ekki alveg að ná utan um efnið því það er soldið mikið dreift og asnalega skipulagt. En þetta reddast

Annars hef ég ekki miki meira að segja... hei jú við skelltum okkur í bíó í gær, geggjað að fara í bíó aftur eftir ca. 16 vikna fjarveru :), en bíóið var ÖMURLEGT!!! tjaldið var lítið, myndin var minni, poppið var vont, kókið var í dós, og hljóðið var hörmulegt! ég myndi taka græjurnar mínar sem ég á sjálfur heim framm yfir þetta á hverjum degi! Hljóðið var eitthvað sem maður gæti ímyndað sér að væri flott á dögum svart hvítra mynda. En ég vill kenna Laugarásbíó um þessi vonbrigði mín þar sem maður er vanur alltof góðu heima!

En myndin sem varð fyrir valinu, já valinu... ekki eins og við höfum úr einhverju að velja... kannski 1-2 sýningar í mánuði eða eitthvað álíka á myndum á ensku, get ekki horft á dubbaðar myndir á ítölsku. Já myndin sem við sáum var Flags of Our Fathers og verð ég að segja að hún var nokkuð góð þrátt fyrir að við misstum af byrjuninni, verðum víst að sjá hana aftur þegar við komum heim.

Farinn að læra
Óskar

p.s.
kíkið á Flickr! accountinn minn var að henda inn nokkrum myndum um daginn.

föstudagur, desember 01, 2006

Smá Status check...

4 dagar í fyrsta próf
12 dagar í síðasta próf
22 dagar í heimkomu :D

Ég er að eltast við hjól á netinu, vona að það gangi upp.

Ég er kominn með vinnu þegar ég kem heim :) algjör snilld, byrja samt ekki fyrr en Sætust er farin til Ítalíu aftur.

Ég á í fyrstaskipti síðan ég man ekki hvenar gott jólafrí án alls BT vinnu stress :)

ÞAÐ ERU AÐ KOMA JÓL!

blessó
Óskar

Ég er í prófum....

... þannig að versti bloggari í heimi er núna kominn með afsökun fyrir því að vera ennþá verri bloggari :D

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Kíkið á flicker'ið mitt!

Smellið á "Flickr" hérna hægra megin.

Endilega segið ykkar skoðun á myndunum, það koma fleiri um leið og það fer að róast í skólanum og þannig.

Blessó
Oskar

hvað varð um commentin?

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Lélagasti blogger í heimi....

...það er ég!!

En hérna er mynd af Gylltu þrumunni sem ég og Ernst brunuðum á til Torino. Bara svona ykkur til skemmtunar.

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Heimsókn, Ernst, Tool, Torino, Smart!

GEÐVEIK HELGI!!!

Loksinns kom hún, búinn að bíða leeeengi eftir þessari helgi, en já eftir spennandi dag á laugardaginn þá kom Ernst loksinns með flugi frá köben, lentur um 19:00 mættur með express lestinn niðrá Cadorna um átta leitið, ég beið eftir honum þar með tvær ískaldar Stellur að sjálfsögðu. Við brunuðum heim með metroinu og ákváðum að skella okkur bara á Maccarann í staðin fyrir að spreða í einhverja veitingastaði. Síðan fórum við bara heim aftur og fengum okkur eitthvað gott og svalandi að drekka þegar við vorum orðnir vel glaðir fórum við að flakka um Mílanó en klukkan var orðin svo rosalega margt þegar við fórum út að við nenntum ekki einusinni að tékka á hvort það væru einhverjir staðir opnir, enda lokar allt hérna um 3 leitið nema leiðinlegir dans staðir sem kostar 25evrur inná...

Á sunnudaginn fórum við síðan uppá Linate flugvöllinn og leigðum okkur bíl, sem by the way var hræ ódýr, 62evrur alveg tryggður í bak og fyrir með auka ökumanni og ótakmarkraðri keyrslu, þannig að ég mæli með að þið kíkið á thrifty.com næst þegar ykkur vantar bíl. Bíllinn okkar var geðveikur, örugglega ekki til hommalegri bíll, Smart 4dyra svartur og gulllitaður.... ok ef maður er á 2ja dyra smart þá getur amk sagt að kærastan eigi hann.... en tveir gaurar að rúnta um á ómerktum 4dyra gylltum Smart... say no more.

Síðan hófst keyrslan til Torino á gylltu þrumunni, eftir klukkutíma setu í umferð þá tókst okkur loksinns að koma okkur útúr Mílanó og uppá hraðbrautina, endalaus umferð. Skemmtileg keyrsla en frekar þreytandi ógeðslega mikið af framkvæmdum á leiðinni og kolniðamyrkur.

Jæja við komumst til Torino rúmum klukkutíma fyrir tónleikana, byrjuðum á því strax að reyna að koma okkur að tónleikasvæðinu, hálftíma síðar fundum við höllina, gott teamwork í gangi og gæjarnir í strætóskílinu á leið2 eiga þakkir okkar fyrir hjálpina :). Síðan þegar við stóðum þarna fyrir utan var enginn þarna, engar auglýsingar eða neitt, þá kom fólk þarna að á öðrum bíl og var greinilega líka að leita að þessu, stelpa sem var með þeim hljóp á næsta pizza stað og spurði hvort þetta væri ekki örugglega staðurinn þá kom það í ljós að tónleikarnir höfðu verið fluttir!!!! við vorum bara FUCK, sem betur þá vissu þau hvar nýjistaðurinn var og þá tók við að bruna í gegnum Torino alveg þvera og akkúrat til baka þar sem við komum inní Torino þar sem nýji staðurinn var og mættum akkúrat á tíma, ef við hefðum ekki hitt á þetta fólk þá hefðum við ekki náð tónleikunum held ég.

Við komum okkur inní höllin sem var svipuð að stærð og laugardalshöllin, fáum okkur sæti og spjöllum, sound check í gangi, síðan alltíeinu slökkna ljósin á sviðinu og strax á eftir ljósin í salnum, sviðljósin kvikna og bassatakktur byrjar að hljóma byrjar að hljóma, Danny trommarinn kemur fyrst og byrjar að níðast á skinnunum að mikill snilld, Adam og Justin byrtast og síðan Maynard... vá sjá manninn hann er með Gasgrímu fasta við andlitið og það er búið að gera gat fyrir micinn og festa hann við grímuna þannig að gæinn er með micinn fastann við hausinn (hann var síðan með þessa grímu á hausun alla tónleikana!!!)!! Síðan byrjar þetta, STINKFIST!!.... vá geðveika sviðframkoma, allt geðveikt flott, ljósa-showið þvílíkt pælt og allt perfect. Við stóðum þarna í leiðslu þangað til að þeir tóku fyrstu "pásuna" við föttuðum ekki einusinni að fara fremst og svitna! þetta var bara of geðveikt of mikið að gerast of mikið að meðtaka til að geta hugsað.

Hérna er síðan lagalistinn, Ernst var svo sniðuguru að skrifa hann niður jafnóðum þannig að hann fær fullt credit fyrir hann, ég man ekki einusinni almennilega hvað þeir spiluðu :/.

1. Stinkfist
2. The Pot
3. 46&2
4. Jambi
5. Schism
6. Lost Keys (Blame Hoffman)
7. Rosetta Stoned
8. Swamp Song
9. Lateralus
10. Vicarious
11. Ænema

Geggjaður listi, eina sem ég sakna virkilega er Parabola!!!

Þegar við lögðum síðan af stað heim á gylltu þrumunni þá náðu við að villast þetta rosalega, kolniðamyrkur og brjáluð þoka = ekki gaman, en helvítis Ítlarnir eru snillingar í að vera með ömurlegar vegamerkingar þegar þeir eru að breyta vegum, við t.d. misstum einusinni af Milano exitinu bara útaf því að það var bara eitt pínulítið skillti á endanum á afreininni!!! pælið í vitleysu! En okkur tókst svo með mikill snilli að koma okkur inná réttan veg á endanum, enda ekki við öðru að búast!

Ég er farinn að læra, þarf að klára helling fyrir klukkkan 2:00 í nótt. Við heyrumst bara, endilega commenta svo!!!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Loksinns :D

ÉG ER BÚINN MEÐ SJÁLFSTÆTT FÓLK EFTIR HALLDÓR LAXNESS!!!

Takk fyrir.

bæjó
Oskar

þriðjudagur, október 31, 2006

Heimsókn! - Myndir

Var að henda inn nokkrum mynd frá síðustu helgi, endilega kíkið á þær.

later.
Oskar

sunnudagur, október 29, 2006

Heimsókn!

Við fengum heimsókn! Mamma og pabbi Guðrúnar komu í helgar heimsókn núna þessa helgi, heldur betur færandi hendi! Þau komu með KODDANA OKKAR!!!!! Þar sem maður er orðinn algjörlega húkked á þessa tempur kodda þá var það ólýsanlega gott að fá koddann sinn aftur, draumur að sofa síðustu tvær nætur. En þau komu líka með tvær sængur fyrir okkur! fullt fullt af nammi og orðabókina hennar Guðrúnar, 10kg hlunkur. Síðan komu þau líka með pakka frá mömmu og pabba og þar fann ég hvorki meira né minna en ÍSLENSKT HANGIGJÖT! og FLATKÖKUR! geðveikt gott að fá þetta, síríus súkkulaði, pipp og mjög sérstakar piparkökur.

Síðan þegar við vorum búin að gæða okkur á namminu og losa þau við draslið sem þau komu með fyrir okkur, sem var btw ein heil ferðatask plús önnur minni, þá fórum við að leika túrista í fyrstaskipti í Mílanó. Við fórum að skoða kirkjuna Duomo, sem er eitthvað voða merkileg kirkja, eld gamallt dót, og kastalann, hittum þar á einhverja celtic daga og svoleiðis voða gaman löbbuðum mikið um og skoðuðum. álit mitt á Mílanó hækkaði alveg gríðarlega þegar ég fór að skoða hana með augum túristanns.

Ég tók helling af myndum sem ég á eftir að setja inná tölvuna, og síðan smelli ég þeim sem mér lýst eitthvað á inná myndasíðuna mína, fylgist með.

bæjó
Óskar

föstudagur, október 27, 2006

Úff mikið að gera...

Alltof mikið að gera núna, er að lesa Sjálfstætt Fólk eftir Halldór Laxness, og verð reyndar að skjóta inn í að hún er mjög góð, ég les ekki margar bækur en mér fannst þessi góð og mér er ekki ennþá farið að leiðast, kominn á bls 323 af 525 og kalla það nokkuð gott fyrir rúmlega viku lestur.

En ég þarf semsagt að vera búinn með bókina alla, búinn að taka próf úr öllum 5 hlutunum, semja spurningu úr amk 3 hlutum og svara þeim með gríðar löngu svari, stúdera óendanlegt flóð af upplýsingum um Laxness á vefnum Gljúfrasteinn.is og svara einhverju verkefni um það, loks get ég þá klárað einhverja umsögn þar sem ég velti bókinn Sjálfstætt Fólk fyrir mér. Já og ekki má gleyma að ég á líka að skila heimildaritgerð fyrir Sögu sem á að vera ca. 8bls um Galileo Galilei. Allt þetta á að vera búið ekki seinna en 1.Nóv

15nóv á ég síðan að vera búinn að lesa aðrabók sem heitir Sólskynshestur, og klára Málnotkunar verkefni fyrir 30.Nóv, en í millitíðinn hef ég ákveðið að gefa mér tíma til að fara á út að taka 1-3 myndir og hjóla kannski 3-7km, ásamt því að sofa kannski og fara á Tool tónleika í torini



Ég er því farinn að sofa, góða nótt.
Óskar, löglega afsakaður frá blogginu í smástund.

þriðjudagur, október 24, 2006

Moskító flugur...

...OHHH, ég hata þessi litlu ógeðslegu kvikindi.

Þessar viðbjóðslegu pöddur héldu fyrir mér vöku í næstum alla nótt, ég drap 4 stk og hélt alveg örugglega að það væri engin eftir þegar ég lagðist uppí rúmm, en nei auðvita tæpum 10min seinna heyrðist þetta lága ógeðslega suð í eyranu mínu eins og hún væri á leiðinni uppí heila!

Ég gafst upp að lokum og svaf bara ekki með neina sæng þannig að þær gætu bara stungið mig ef þær lætu fucking eyrun á mér í friði...og helvítin stungu mig í fingurgóminn á löngutöng!!!!!!!!!!!

Bless...
Óskar

mánudagur, október 23, 2006

The Nine...tékk it!!

Loksinns!! eitthvað kúl, orginal og skemmtilegt.

Ég er bara búinn að sjá fyrsta þáttinn og get ekki annað sagt en að þetta var rosalegur þáttur, og ég get ekki beðið eftir að horfa á næsta, mæli með þessu fyrir alla. Sérstaklega þá sem komnir eru með leið á Lost ;).


Þetta byrjar allt með bankaráni sem fer ílla, gíslataka og vesen, síðan þróast þetta eftir bankaránið, þá fer ýmislegt að koma í ljós, nokkuð magnað, við fáum að sjá brot úr lífi allra rétt fyrir bankaránið og síðan BOOM bankaránið og gíslatakan yfirstaðin.... hef aldrei séð neitt þannig áður. Þannig að núna er ég bara hooked og verð að sjá næstu þætti til að vita meira um hvað skeðið eiginlega þarna inni.

Síðan var soldið fyndið að sjá Kim Raver(Audrey Raines í 24), John billingsley (Terrence Steadman í Prison Break), Camille Guaty (Kærasta Fernando í Prison Break), Chi McBride (Skólastjórinn í Boston Public) og fleiri.

sunnudagur, október 22, 2006

Whoa, Lost season 3 og smá iTunes nöldur

Við vorum að horfa á fyrstu 2 þættina í nýjustu seríunni af Lost, og bara eitt sem ég ætla að segja svo ég skemmi þetta ekki fyrir neinum... MAGNAÐ.


Er einhver búinn að horfa a þessa þætti?

En að öðrum málum, ég nálgaðist þessa þætti á iTunes Store og verð því miður, eins og ég held nú mikið uppá iTunes, að lýsa yfir vonbrigðum mínum með iTunes í þessum málum, ekki nóg með það að þátturinn er ekki í wide-screen upplausn heldur er hann risa stór (næstum 500mb) og síðan er iTunes alls ekki að standa sig í afspilun á þessum skrám. Maður þarf að gera allskonar hundakúnstir til að fá draslið til að ganga, og það er ekki eins og maður sé á einhverji drasl tölvu. iTunes er með alveg fáránlegar kröfur fyrir "video playback" eða 2.0Ghz örgjafa!!! hvað er málið með það? hvenar varð það svona flókið að spila einn helvítis video fæl??

Common Apple!!! ég sem hélt að þið væruð að fá eitthvað vit í kollinn!!

bless..
Oskar

fimmtudagur, október 19, 2006

Smá breyting

Eins og glöggir menn sjá er ég búinn að breyta aðeins til hérna, ekkert mikið en þó í áttina.

Ég færði mig úr gamla stjórnborðinu hérna hjá blogger og yfir í það nýja, þið sjáið engan mun á því en ég hef frjálsari hendur með að breyta dóti hérna þá. Með nýja stjórnkerfinu kom líka nýtt "archive" þannig að það tekur aðeins minna pláss á síðunni núna.

Síðan bætti ég líka inn "Milano Counter" sem telur svona ýmislegt sem ég geri hérna úti... t.d. hvað ég er búinn að hjóla marga km, drepa margar moskító flugur og taka margar myndir :D.

Njótið
Oskar

Leti...

Leti, lýsir síðustu viku í einu orði. Guðrún greiið var smá slöpp og ég varð rosalega góður og var hjá henni mest allan tíman, skaust öðruhverju reyndar út en það er önnur saga. Síðan þegar henni leið betur þá vorum við smá föst inní þessu að hanga bara og gera bókstaflega fátt eða ekkert yfir daginn, ekki gott :/

Og þar sem við höfum verið svona löt er náttúrulega lítað að skrifa um ;) en ég er búinn að vera rosa duglegur að hjóla útí garði og búinn að hjóla rúma 180 km þar núna.

Pönnukökur....MIG LANGAR Í PÖNNUKÖKUR!!!, málið er að við höfum verið að reyna að redda uppskrift að heiman fyrir pönnukökur en síðan gáfumst við bara uppá því og fórum á netið, fundum eina sem var nógu mömmuleg og skunduðum útí búð að kaupa hráefnið. Eftir langan tíma í súpermarkaðinum vantaði okkur ennþá tvennt, lyftiduft og vaniludropa (maður gerir ekki pönnukökur án vaniludropa!!) hvernig er þetta eiginlega hafa ítalir aldrei heyrt talað um Royal lyftiduftið góða??? eða vaniludropa??, og btw ef einhver veit hvað þetta kallast á ítölsku má hann hendilega setja það í commentið. En við ætluðum ekki að láta sigra okkur í þessari herför okkar til að fá eitthvað góðgæti og keyptum möffins í pakka :D, nánast hlupum heim og lásum spennt aftaná pakkann og auðvitað vantaði helvítis eggið sem við skiluðum í hilluna í súpermarkaðinum þegar við fundum ekki restina af dótinu í pönnukökurnar....

En Guðrún bakaði síðan þessar möffins þegar við áttum egg og þær voru bara geggjað góðar :)



Hei hvernig væri svo að commenta? ég nenni ekki að blaðra hérna ef þið commentið ekki!!!

miðvikudagur, október 11, 2006

Nýjar myndir frá Mílanó

Nýtt mynda albúm komið á myndasíðuna. Þar má fynna ýmsar myndir frá Milanó, endilega kíkið á þetta, ekkert sérstaklega flokkað bara ýmislegt héðan og þaðan, njótið.


kv.
Oskar

fimmtudagur, október 05, 2006

Myndir frá Bergamo (townhill)

Hæbb ég er kominn með myndasíðu að minnsta kosti tímabundið urlið á hana er http://picasaweb.google.com/oskarom endilega kíkið við og skoðið. Ég er reyndar bara kominn með eitt album og það er frá Townhill keppninni í Bergamo um síðustu helgi. Ég mun setja fleiri myndir inn þegar við erum búin að flytja inn í nýju íbúðina.

Bæjó
Oschar

laugardagur, september 30, 2006

Martröðin er senn á enda!!!

FUCK YEAH!! afsakið orðbragðið en jebb okkur tókst að finna íbúð/herbergi!! loksinns, þökkum allan andlegan stuðning í gegnum þessa martröð og ég get ekki sagt annað en þetta, mamma og pabbi þið eigið seint eftir að losna við mig útúr húsinu eftir þetta ævintýri ;) :D

En allavega herbergið er nokkuð nett herbergi með tvöföldu rúmmi og sér baðherbergi ásamt svölum. Restin af íbúðinni er síðan sameign með einhverjum kalli sem er kennari hérna í Mílanó. nett stofa, pínulítið eldhús, og geggjaðar svalir. Íbúðin er í einhverju íbúðarhúsi í úthverfi Mílanó rétt hjá risa grænusvæði þannig að þetta er bara snilld! leigan er eitthvað um 700 evrur á mánuði sem er bara í góðu. Já og það er internettengingin innifalin í þessu þannig að þið munið fá að heyra meir í mér eftir 10.Okt en þá flytjum við inn, bless kínversku netkaffi WHOA!!

En fyrir ykkur þarna úti sem eruð að taka eitthvað magn af myndum og eigið iPod með litaskjá þá er þetta hérna gadget must!! Apple iPod Camera Connector þetta tekur allar myndirnar sem eru á kortinu í myndavélinni þinni og hendir þeim inná iPodinn þinn, þannig að þú getur notað peningana til að fjárfesta í einu góð hraðvirku 1-2GB í staðin fyrir að vera með 2-3 semi góð 1-2GB kort :D. En athugið hérna fyrst hvort að myndavélin ykkar virki með þessu áður en þið kaupið þetta


Later
OSkar

föstudagur, september 29, 2006

Íbúðir eru vesen....

Ég er alveg búinn að fá ógeð af þessu íbúða rugli, ekkert gengur hjá okkur, alltaf sama ruglið, "no we prefer only longterm" fuck!!

Well, við erum ennþá að leita, fáum samt að vera í þeirri íbúð sem Linguadue (ítölsku skólinn) útvegaði okkur til 22.okt væntanlega, þannig að við erum ekki á götunni alveg strax. Vona bara að við verðum búin að útvega okkur íbúð fyrir þann tíma.

En núna um helgina er planið að draga Guðrúnu með mér til Bergamo (50km héðan) og kíkja á Townhill sem framm fer þar núna um helgina og taka soldið af myndum. Vildi bara að ég ætti ennþá hjólið mitt því þá myndi ég taka þátt.

En allavega þá mun ég vonandi setja inn einhverjar myndir ef einhverjar heppnast ágætlega hérna einhvertíman í næstu viku, endilega kíkið við ef þið hafið tíma.

Heyrumst.
Oskar

mánudagur, september 25, 2006

Myndavél loksinns!!

Loooksinns kom að því að ég datt niður á myndavél og linsu sem ég átti fyrir :). Jebb kallinn er búinn að fjárfesta í alvöru cameru :D. Búnaðurinn sem ég komst yfir var Canon EOS350D og Canon 17-85 f/4-5.6 IS USM linsa, eðall!!!

Annað er ekki að frétta nema við erum ennþá að leita að íbúð og það gegnur mjög hægt, skoðuðum eina í morgun sem myndi henta okkur prýðilega og við fáum svar um hvort við fáum hana eða ekki á miðvikudaginn.

Myndavelin (ekki rett linsa a henni a myndinni)

Linsan

Laters...
Oskars

mánudagur, september 18, 2006

WANTED: Íbúð í Mílanó....

Hæj hæ,

Þetta blogg dót loðir voða ílla við mig :S, en ég hef líka afsökun, við verðum á götunni ef við finnum okkur ekki íbúð á næstu 5 dögum = ekki gott. Þannig að ég hef voða lítinn tíma haft til að setja inn nýjar færslur hérna síðustu daga... vikur. En allaveg það fer vonandi að rætast úr þessu íbúðaveseni okkar á næstunni, við fengum fyrsta jákvæða svarið okkar áðan þannig að þetta er allt í áttina.

En við fórum á EICMA um helgina... Hjóla sýning, efa að flestum ykkar sem lesa þetta finnist það eitthvað merkilegt en mér fannst geðveikt að komast á þessa sýningu. RISA stór höll á ennþá RISAstóru svæði, ég meina smáralind er bara piccolo við hliðiná þessu. og við þurftum náttúrulega að labba frá öðrum endanum og næstum alveg útí hinn endann til að komast að höllinni sem EICMA var í ekkert smá labb en sem betur fer voru færibönd sem maður labbaði eftir til að komast þangað annars væri ég örugglega ennþá að labba þarna. En maður sá ýmislegt skemmtilegt þarna, Commencel, Cannondale, Forty (droll), DeeMax, Avid Code nefndu það þetta var allt þarna, fyrir utan Santa Cruz skrítið...

Annars er allt gott að frétta héðan, við erum voða dugleg að elda...aldrei hélt ég að ég myndi endast svona mikið að elda alltaf sjálfur!!! en síðan koma náttúrulega dagar þar sem maður bara nennir því engan vegin og fer bara útá næsta kebab stað og étur einhvern skít, btw enginn af þessum kebab stöðum eru næstum jafn góðir og "beagle house" í London frá því í fyrra, og það er sko ekki vinsælt þegar maður biður um kebab með kjúkling!!! kommon kjúklingur er bara bestur í kebab.

Jæja ég verð að fara, laters skaters.
Oskars

föstudagur, september 01, 2006

Jaeja!!!

fuck....jjajajaj eg veit, fuck fuck....hvar er taskan min....fae eg toskuna mina aftur.....!!!..hei eg gaeti kannski notad taekifaerid og fengid thetta bara baett og endurnyjad fataskapinn...bidduuu hvad ef eg fae thetta ekki baett...mig langar i fotin min aftur, eg var ekki einusinni buinn ad taka midann af nyja cannondale jakkanum minum!!!!.........fuck fuck fuck......fjandans italir....helvitis italia....EG GET EKKI EINUSINNI SETT HJOLID MITT SAMAN....fuck.....SHIT ABYRGDAR SKIRTEINID FYRIR HJOLID ER I TOSKUNNI... (repeat)

Thetta er thad sem hefur farid i gegnum hausinn a mer sidan a laugardaginn og thangad til seint i gaer. Helvitis fiflin tyndu nefnilega toskunni minn. Ogedslega othaegilegt ad vita ekki hvar meirihlutinn af fotunum manns eru, og talandi ekki um thad ad geta ekki rakad sig i 5 daga ne skipt um fot, well eg keypti nu slatta af naerbuxum og nokkra boli og sokka, tannbursta og tannkrem og svoleidis, en thad er eins gott ad visa, alitalian eda einhverjir af thessum fyrirtaekjum borgi mer eitthvad fyrir thetta vesen... eg meina hver skiptir ekki um fot um leid og hann kemur ur flugi, Ja talandi um flug....

Flugid
Well vid maettum uppa KEF um 5:40, stoppudum stutt i "check-in" thar sem pabbi graeadi thad ;), jaeja flug klukkan 7:40 lentum sidan um a Heathrow 2 timum seinna og brunudum utur velinni, forum i gengum eitt skann sem tok ekkert svo langan tima og checkudum okkur sidan inn i "connection-flight" (takk pabbi aftur :)) geggjad ad thurfa ekki ad drusla farangrinum aftur i gegnum "check-in'id. Sidan bidum vid og bidum og bidum og bordudum, bidum og bidum og bordudum ja eg keypti mer lika 4 diska tharna :) fann OK Computer med Radiohead (LOKSINNS!!!) i Virgin og A Feaver You Can't Sweat Out med Panic! at the Disco, The Fake Sound of Progress med Lostprophets og The Poison med Bullit for my Valentine i HMV... eg elska breksar plotubudir. jaeja vid vorum enntha ad bida, og bidum og bidum, flugid atti sidan ad fara i loftid klukkan 17:40 en vid bidum og bidum og forum einhvertiman rett um 18:30 i loftid...jaeja tha fljugum vid og lendum um held eg 22:20 a Linet i Milano, allt i godum med thad nema vid bidum (mikid i thvi thennan daginn) og bidum og bidum eftir helvitis farangrinum, hei taskan hennar Gudrunar, fuck hvar er hjolid mitt....HEI HJOLID!!! YEAH deginum bjargad...tharna er stora taskan okkar....oooogg........EKKERT!!! fuck taskan hefur tynst, jaeja reporta thad og bida og bida, TAXI...20 Evrum seinna (1800kr og btw ekki a standard islenskri gjaldskra!!) AHHHH IBUDIN OKKAR

En allaveg haettum thessu vaeli, Milano er nokkud nett borg, itolskunamid gengur svona upp og ofan eins og vid var ad buast, kennarinn okkar er snilld og thad eru 3 adrir islendingar med okkur a namskeidinu. shit timinn buinn, fucking net caffè. well eg segi ykkur betur fra thessu seinna, med minna vaeli.

Blessò
Oscar

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Partý!!!

Jebb við erum að fara af klakanum og beint til Mílanó...Ítalía þú veist.... en allavega þá verðuru náttúrulega kveðju partý.

Þannig að þér er boðið, mættu bara.

Mæting um 9 leitið

Brúnastaðir 47 ef þú vissir það ekki, nei það er ekki sveitabær heldur uppí Grafarvogi.

Laters skaters

laugardagur, ágúst 05, 2006

HA?! er ég með blogg síðu?!?!?

djók, ég veit alveg að ég er með blogg síðu ég er ekki alveg svona heimskur, en eins og sumir, eða bara enginn hefur tekið eftir hefur þessi síða verið stein dauð síðan bara ég man ekki hvenar, en allaveg margt búið að ske síðan...

Ég ætla mér nú ekkert að fara neitt sérstaklega í það, en það sem frammundan er er magnað, ég er að selja hjólið mitt dáða, bíllinn fer kannski líka og ég og Guðrún erum að fara til Mílanó núna 26.ágúst. Mín heitt elskaða er að fara í háskóla úti og ég er að fara með til að læra ítölsku og fíflast :), kannski maður finni sér vinnu eða eitthvað veit bara ekki, en ég ætla amk að reyna að taka eitthvað í fjarnámi uppí stúdent svo ég geti klárað hann fyrir næsta haust því þá er stefnan tekin á HR.

Well ég nenni þessu ekki, best að væla ekki of mikið hérna svo maður fá ekki bara strax ógeð á þessu aftur. En ég ætla að reyna að vera duglegur að skrifa hérna á meðan ég og Guðrún erum úti, síðan er planið að reyna að koma upp smá ferða blogg síðu og mynda síðu en það kemur bara í ljós þegar við erum komin út og búin að koma okkur fyrir þarna, ég mun amk setja link inná þær síður hérna hægra megin á síðuna.

Laters
Oskar