laugardagur, september 30, 2006

Martröðin er senn á enda!!!

FUCK YEAH!! afsakið orðbragðið en jebb okkur tókst að finna íbúð/herbergi!! loksinns, þökkum allan andlegan stuðning í gegnum þessa martröð og ég get ekki sagt annað en þetta, mamma og pabbi þið eigið seint eftir að losna við mig útúr húsinu eftir þetta ævintýri ;) :D

En allavega herbergið er nokkuð nett herbergi með tvöföldu rúmmi og sér baðherbergi ásamt svölum. Restin af íbúðinni er síðan sameign með einhverjum kalli sem er kennari hérna í Mílanó. nett stofa, pínulítið eldhús, og geggjaðar svalir. Íbúðin er í einhverju íbúðarhúsi í úthverfi Mílanó rétt hjá risa grænusvæði þannig að þetta er bara snilld! leigan er eitthvað um 700 evrur á mánuði sem er bara í góðu. Já og það er internettengingin innifalin í þessu þannig að þið munið fá að heyra meir í mér eftir 10.Okt en þá flytjum við inn, bless kínversku netkaffi WHOA!!

En fyrir ykkur þarna úti sem eruð að taka eitthvað magn af myndum og eigið iPod með litaskjá þá er þetta hérna gadget must!! Apple iPod Camera Connector þetta tekur allar myndirnar sem eru á kortinu í myndavélinni þinni og hendir þeim inná iPodinn þinn, þannig að þú getur notað peningana til að fjárfesta í einu góð hraðvirku 1-2GB í staðin fyrir að vera með 2-3 semi góð 1-2GB kort :D. En athugið hérna fyrst hvort að myndavélin ykkar virki með þessu áður en þið kaupið þetta


Later
OSkar

föstudagur, september 29, 2006

Íbúðir eru vesen....

Ég er alveg búinn að fá ógeð af þessu íbúða rugli, ekkert gengur hjá okkur, alltaf sama ruglið, "no we prefer only longterm" fuck!!

Well, við erum ennþá að leita, fáum samt að vera í þeirri íbúð sem Linguadue (ítölsku skólinn) útvegaði okkur til 22.okt væntanlega, þannig að við erum ekki á götunni alveg strax. Vona bara að við verðum búin að útvega okkur íbúð fyrir þann tíma.

En núna um helgina er planið að draga Guðrúnu með mér til Bergamo (50km héðan) og kíkja á Townhill sem framm fer þar núna um helgina og taka soldið af myndum. Vildi bara að ég ætti ennþá hjólið mitt því þá myndi ég taka þátt.

En allavega þá mun ég vonandi setja inn einhverjar myndir ef einhverjar heppnast ágætlega hérna einhvertíman í næstu viku, endilega kíkið við ef þið hafið tíma.

Heyrumst.
Oskar

mánudagur, september 25, 2006

Myndavél loksinns!!

Loooksinns kom að því að ég datt niður á myndavél og linsu sem ég átti fyrir :). Jebb kallinn er búinn að fjárfesta í alvöru cameru :D. Búnaðurinn sem ég komst yfir var Canon EOS350D og Canon 17-85 f/4-5.6 IS USM linsa, eðall!!!

Annað er ekki að frétta nema við erum ennþá að leita að íbúð og það gegnur mjög hægt, skoðuðum eina í morgun sem myndi henta okkur prýðilega og við fáum svar um hvort við fáum hana eða ekki á miðvikudaginn.

Myndavelin (ekki rett linsa a henni a myndinni)

Linsan

Laters...
Oskars

mánudagur, september 18, 2006

WANTED: Íbúð í Mílanó....

Hæj hæ,

Þetta blogg dót loðir voða ílla við mig :S, en ég hef líka afsökun, við verðum á götunni ef við finnum okkur ekki íbúð á næstu 5 dögum = ekki gott. Þannig að ég hef voða lítinn tíma haft til að setja inn nýjar færslur hérna síðustu daga... vikur. En allaveg það fer vonandi að rætast úr þessu íbúðaveseni okkar á næstunni, við fengum fyrsta jákvæða svarið okkar áðan þannig að þetta er allt í áttina.

En við fórum á EICMA um helgina... Hjóla sýning, efa að flestum ykkar sem lesa þetta finnist það eitthvað merkilegt en mér fannst geðveikt að komast á þessa sýningu. RISA stór höll á ennþá RISAstóru svæði, ég meina smáralind er bara piccolo við hliðiná þessu. og við þurftum náttúrulega að labba frá öðrum endanum og næstum alveg útí hinn endann til að komast að höllinni sem EICMA var í ekkert smá labb en sem betur fer voru færibönd sem maður labbaði eftir til að komast þangað annars væri ég örugglega ennþá að labba þarna. En maður sá ýmislegt skemmtilegt þarna, Commencel, Cannondale, Forty (droll), DeeMax, Avid Code nefndu það þetta var allt þarna, fyrir utan Santa Cruz skrítið...

Annars er allt gott að frétta héðan, við erum voða dugleg að elda...aldrei hélt ég að ég myndi endast svona mikið að elda alltaf sjálfur!!! en síðan koma náttúrulega dagar þar sem maður bara nennir því engan vegin og fer bara útá næsta kebab stað og étur einhvern skít, btw enginn af þessum kebab stöðum eru næstum jafn góðir og "beagle house" í London frá því í fyrra, og það er sko ekki vinsælt þegar maður biður um kebab með kjúkling!!! kommon kjúklingur er bara bestur í kebab.

Jæja ég verð að fara, laters skaters.
Oskars

föstudagur, september 01, 2006

Jaeja!!!

fuck....jjajajaj eg veit, fuck fuck....hvar er taskan min....fae eg toskuna mina aftur.....!!!..hei eg gaeti kannski notad taekifaerid og fengid thetta bara baett og endurnyjad fataskapinn...bidduuu hvad ef eg fae thetta ekki baett...mig langar i fotin min aftur, eg var ekki einusinni buinn ad taka midann af nyja cannondale jakkanum minum!!!!.........fuck fuck fuck......fjandans italir....helvitis italia....EG GET EKKI EINUSINNI SETT HJOLID MITT SAMAN....fuck.....SHIT ABYRGDAR SKIRTEINID FYRIR HJOLID ER I TOSKUNNI... (repeat)

Thetta er thad sem hefur farid i gegnum hausinn a mer sidan a laugardaginn og thangad til seint i gaer. Helvitis fiflin tyndu nefnilega toskunni minn. Ogedslega othaegilegt ad vita ekki hvar meirihlutinn af fotunum manns eru, og talandi ekki um thad ad geta ekki rakad sig i 5 daga ne skipt um fot, well eg keypti nu slatta af naerbuxum og nokkra boli og sokka, tannbursta og tannkrem og svoleidis, en thad er eins gott ad visa, alitalian eda einhverjir af thessum fyrirtaekjum borgi mer eitthvad fyrir thetta vesen... eg meina hver skiptir ekki um fot um leid og hann kemur ur flugi, Ja talandi um flug....

Flugid
Well vid maettum uppa KEF um 5:40, stoppudum stutt i "check-in" thar sem pabbi graeadi thad ;), jaeja flug klukkan 7:40 lentum sidan um a Heathrow 2 timum seinna og brunudum utur velinni, forum i gengum eitt skann sem tok ekkert svo langan tima og checkudum okkur sidan inn i "connection-flight" (takk pabbi aftur :)) geggjad ad thurfa ekki ad drusla farangrinum aftur i gegnum "check-in'id. Sidan bidum vid og bidum og bidum og bordudum, bidum og bidum og bordudum ja eg keypti mer lika 4 diska tharna :) fann OK Computer med Radiohead (LOKSINNS!!!) i Virgin og A Feaver You Can't Sweat Out med Panic! at the Disco, The Fake Sound of Progress med Lostprophets og The Poison med Bullit for my Valentine i HMV... eg elska breksar plotubudir. jaeja vid vorum enntha ad bida, og bidum og bidum, flugid atti sidan ad fara i loftid klukkan 17:40 en vid bidum og bidum og forum einhvertiman rett um 18:30 i loftid...jaeja tha fljugum vid og lendum um held eg 22:20 a Linet i Milano, allt i godum med thad nema vid bidum (mikid i thvi thennan daginn) og bidum og bidum eftir helvitis farangrinum, hei taskan hennar Gudrunar, fuck hvar er hjolid mitt....HEI HJOLID!!! YEAH deginum bjargad...tharna er stora taskan okkar....oooogg........EKKERT!!! fuck taskan hefur tynst, jaeja reporta thad og bida og bida, TAXI...20 Evrum seinna (1800kr og btw ekki a standard islenskri gjaldskra!!) AHHHH IBUDIN OKKAR

En allaveg haettum thessu vaeli, Milano er nokkud nett borg, itolskunamid gengur svona upp og ofan eins og vid var ad buast, kennarinn okkar er snilld og thad eru 3 adrir islendingar med okkur a namskeidinu. shit timinn buinn, fucking net caffè. well eg segi ykkur betur fra thessu seinna, med minna vaeli.

Blessò
Oscar