laugardagur, janúar 22, 2005

Club Mix, Anyone?

hérna afhverju má fólk taka góð lög eins og t.d. Jenny Was a Friend of Mine með The Killers og gera einhverskonar afskræmdar "club mix" útgáfur af þeim? eru svona hlutir ekki verndaðir af einhverskonar höfndarréttar lögum? ég meina þetta eru yfirleit fáránlegar útgáfur og oft á tíðum passa "beat-in" og þessir ýmsu "taktar" sem bætt er við lagið engan vegin við fílinginn í laginu. Ég er ekki að "dissa" tónlistarstefnur þeirra sem fíla svona "dance/techno/trance/house/break beat" tónlist, og get jafnvel viðurkennt að ég hlusta öðruhverju á þetta en þó yfirleitt undir frekar áhrifum, ýmist sterkum eða vægum, áfengis. Sko það er kannski líka annað ef "DJ'ar" eru að taka svona "live" en það gæti verið eylítið skemmtilegra, og þar sem þetta er live, meira í takt við stemmarann á svæðinu. En ekki vera að gefa þetta út á breið-/smá-/safnskífum.

Anyways, þetta var mitt fyrsta blogg, þið......"echo"...verðið kannski vitni að ýmsum skrítnum og jafnvel skemmtilegum vangaveltum hérna í framtíðinni, en ég mun kannski halda þessu meira "prívat" og því gæti læðst einn og einn einkahúmorinn hérna inn.

En að lokum við ég bæta smá "disclaimer" hérna inn, en ég áskil mér þann rétt að rugla stafaröðun hinna ýmsustu orða og fara rangt með föll og þess háttar, ásamt stafsettningu og.s.f.v. En einnig vil ég bæta við að ef einhverjir fordómar og þess háttar dót læðist hér inn í hinum ýmsustu einkahúmors-bröndurum og er það með öllu bannað að taka þá alvarlega.

Later.
OskarIo

Engin ummæli: