föstudagur, janúar 28, 2005

Sideways

Sideways, tjaaa kannski maður sé soldið "Sideways" sjálfur, hef ekki beint verið með hugann við námið og þannig ef þú skilur, en við getum sagt að ég sé að réttast við, sem er ekkert nema gott mál.

En ég og góð vinur minn Ernst, aka "Ernie Boy", fórum að sjá bíómyndina "Sideways" sem er jú samkvæmt kvikmyndir.is gaman/dramamynd ekki beint "my cup of tea". Ástæðan fyrir því að við ákvað að skella okkur á hana er sú að maður er búinn að lesa smá um hana og "fólkið" segir að hún sé snilldin ein, ég sá síðan snilldar brot úr henni í Jay Leno um daginn. Ég hreinlega verð bara að vera sammála þessu "fólki" og segja að þessi mynd er snilldin ein, Ernst var alls ekki ómsammála mér heldur þvert á móti mjög sammála mér. umfjöllunarefni myndarinn er frekar skrítið samt, og ekki beint rosalega áhugavert þegar þú lest þetta, en hún fjallar um þá félagana Miles og Jack sem hafa ákveðið að fara og slétta ærlega úr klaufunum síðustu vikuna áður en Jack giftir sig, myndin hefst í byrjun þessarar "slétt-úr-klaufunum- viku" þar sem þeir félagarnir eru áleið útí sveit Californiu, ég man ekki nákvæmlega hvar þeir voru en það kemur framm í myndinni, þeir ferðast þar um sveitina á milli vínekra og smakka vín, eins og ég sagði hljómar þetta ekki beint spennandi, en handritshöfunur læðir inn algjör snilldar húmor á skemmtilegustu stöðum, og leikararnir sína mjög góðan leik, en enginn annar enPaul Giamatti leikur einmitt Miles. Enginn vafi að hér er snilldar mynd a ferðinni.

Einkunn: 4 og 1/2 Óskar

En núena verð ég að fara að sofa, enda mjög saddur og sæll ný kominn af Hereford þar sem við strákarnir fögnuðum 21árs afæmli hanns Geirs.

Ég mun bæta við þessa fátæklegu umfjöllun mína um Sideways seinna.

Góða Nótt,
Óskar-inn


Engin ummæli: