mánudagur, september 18, 2006

WANTED: Íbúð í Mílanó....

Hæj hæ,

Þetta blogg dót loðir voða ílla við mig :S, en ég hef líka afsökun, við verðum á götunni ef við finnum okkur ekki íbúð á næstu 5 dögum = ekki gott. Þannig að ég hef voða lítinn tíma haft til að setja inn nýjar færslur hérna síðustu daga... vikur. En allaveg það fer vonandi að rætast úr þessu íbúðaveseni okkar á næstunni, við fengum fyrsta jákvæða svarið okkar áðan þannig að þetta er allt í áttina.

En við fórum á EICMA um helgina... Hjóla sýning, efa að flestum ykkar sem lesa þetta finnist það eitthvað merkilegt en mér fannst geðveikt að komast á þessa sýningu. RISA stór höll á ennþá RISAstóru svæði, ég meina smáralind er bara piccolo við hliðiná þessu. og við þurftum náttúrulega að labba frá öðrum endanum og næstum alveg útí hinn endann til að komast að höllinni sem EICMA var í ekkert smá labb en sem betur fer voru færibönd sem maður labbaði eftir til að komast þangað annars væri ég örugglega ennþá að labba þarna. En maður sá ýmislegt skemmtilegt þarna, Commencel, Cannondale, Forty (droll), DeeMax, Avid Code nefndu það þetta var allt þarna, fyrir utan Santa Cruz skrítið...

Annars er allt gott að frétta héðan, við erum voða dugleg að elda...aldrei hélt ég að ég myndi endast svona mikið að elda alltaf sjálfur!!! en síðan koma náttúrulega dagar þar sem maður bara nennir því engan vegin og fer bara útá næsta kebab stað og étur einhvern skít, btw enginn af þessum kebab stöðum eru næstum jafn góðir og "beagle house" í London frá því í fyrra, og það er sko ekki vinsælt þegar maður biður um kebab með kjúkling!!! kommon kjúklingur er bara bestur í kebab.

Jæja ég verð að fara, laters skaters.
Oskars

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mikið er ég fegin að heyra að þið eldið!! Get samt ekki sagt að ég sé góð í því en það verða kjötbollur í kvöldmatinn. En allavegana sakna ykkar alveg heljarins helling... frekar þreytandi til lengdar að tala bara við Gulla þegar maður er heima..

Talandi um Gulla, hann er ekki kominn með kastala en ég keypti fyrir hann plöntu í Ameríkunni, eina plast plöntu og svo einhverja sem vex þegar maður setur hana í vatn... á reyndar eftir að finna þessa sem vex... nei ekki enn búin að pakka upp úr töskunni síðan e´g koma heim frá USA.. :)

Oskar Omarsson sagði...

haejjj, gaman ad heyra ad Gulla leidist ekki :) skiladu hvedju til hanns, eg er ekki enntha buinn ad finna neinn kastala sem haefir honum herna a italiu en eg mun fynna einhver.

Thad verdur hakk og spaketi i kvoldmatinn hja okkur, og eg aetla ad smella minu bara inni tortillia koku, smakkast betur thannig, held samt ad maginn minn se farinn ad motmaela allri thessari taco sosu...