laugardagur, desember 09, 2006

RAFMAGNSLEYSI!...

...ég skil ekki hvernig þetta er hægt, rafmagnslaust 2 daga í röð, reyndar bara smá hluta af deginum en samt, í gær var það í soldinn tíma en í dag var það í bara 2tíma eða svo.

Ég varð náttúrulega fattlaður þegar rafmagnið dó, gat ekkert lært þar sem ég er með allt draslið inná utanáliggjandi hörðum disk sem þarf sér rafmagn, og allt annað er á netinu.... döh það fór líka, þannig að rafhlaðan mín í fartölvunni gerði ekkert fyrir mig nema að við gátum horft á Zoolander á meðan við biðum eftir rafmagninu.

Ég man ekki einusinni eftir því hvenar varð rafmagnslaust síðast, eina sem ég man var að pabbi sýndi mér hvernig maður sá bláan ljóma koma þegar maður opnaði umslag og ég borðaði kornflekes að eitthvað álíka og Jordan var utaná pakkanum, þannig að ég hef verið svona ca. 5 ára...

Vona bara að ég komist lifandi heim, frá öllu rafmagnsógeðinu hérna, ég er btw ennþá skíthræddur við rafmagnstengilinn sem lafði útúr rafmagnsdósinni sinni þegar við komum hingað, búinn að opna hann og laga eins og ég gat en ég er sko ekki að fara að splæsa í nýjann tengil handa kallinum.

Ég er farinn að læra, allir sem eru búnir með ÍSL503 eða svipað (stúdent í ÍSL) endilega sendið mér sterka íslensku strauma á þriðjudaginn klukkan 16:00 (15:00 að íslenskum tíma) ég mun þarfnast þeirra.

Blessó
Óskar

1 ummæli:

Gudrun sagði...

já ég sem er ein af eldhræddustu manneskjunum er mjög fegin að við förum héðan efir viku!!!