föstudagur, desember 22, 2006

Halló?.... Ísland hvar ertu!

Okey við erum semsagt að fljúga heim í dag, london er víst að drukna í þoku og öllum flugum hefur verið seinkað og sumum cancelað.

Ég er búinn að athuga stöðuna á IcelandAir fluginu okkar og við lendum 3:30 23.Des í staðin fyrir 23:30 22.Des.... YEAH!... nei.

Alitalia eru alltaf jafn skemmtilegir og einu upplýsingarnar sem ég er búinn að ná að draga útúr vefsíðunni þeirra er að ég get athugað með statusinn á fluginu mínu og eina sem stendur þar er "not departured" phew vélin er ekki farinn, einmitt það sem ég hafði áhyggjur af, NEI.... fucking Ítalir, alltaf eru þeir eins.

Vona að það verði ekki miki meiri tafir á IcelandAir fluginu þar sem ég á tíma í klippingu klukkan 9:30 eða var það 8:30 23.Des. Maður er ekki ókliptur yfir jólin, sérstaklega þar sem ég fór í klippingu síðast í Ágúst.......

Jæja ég er hættur að bulla hérna og farinn útí súpermarkað að gæða mér á bestu skinku í heimi áður en ég fer heim til Íslands. Mér er slétt sama hvernig ég kemst heim, ég ætla að komast heim á næstu 12-15 tímum.

Bæjó
Óskarinn

2 ummæli:

Gudrun sagði...

Ég elska þig!!!

Nafnlaus sagði...

parf ad athuga:)