föstudagur, desember 08, 2006

Styttist í heimkomu

Núna er heldur betur farið að styttast í heimkomuna :)

Við erum búin að vera hérna í 104 daga, og 14 dagar í heimkomu :D

Ég var að fá lokaeinkun úr SAG103 sem ég tók í fjarnámi hjá FÁ og fékk 8,0, ílla sáttur með það miðað við hvernig gekk að lesa þetta helvíti, erfit að læra svona þegar maður hefur ekkert stuðnings efni eins og kafla verkefni, kafla próf, skyndipróf og þesskonar til að hjálpa sér að skilja efnið, en við fengum þó ágætis glærur úr efninu frá kennaranum.

Síðan er það bara ÍSL503 prófið á Þriðjudaginn og ég efast svona einhvernvegin að mér eigi eftir að ganga jafn vel í því og í SAG103, ekki alveg að ná utan um efnið því það er soldið mikið dreift og asnalega skipulagt. En þetta reddast

Annars hef ég ekki miki meira að segja... hei jú við skelltum okkur í bíó í gær, geggjað að fara í bíó aftur eftir ca. 16 vikna fjarveru :), en bíóið var ÖMURLEGT!!! tjaldið var lítið, myndin var minni, poppið var vont, kókið var í dós, og hljóðið var hörmulegt! ég myndi taka græjurnar mínar sem ég á sjálfur heim framm yfir þetta á hverjum degi! Hljóðið var eitthvað sem maður gæti ímyndað sér að væri flott á dögum svart hvítra mynda. En ég vill kenna Laugarásbíó um þessi vonbrigði mín þar sem maður er vanur alltof góðu heima!

En myndin sem varð fyrir valinu, já valinu... ekki eins og við höfum úr einhverju að velja... kannski 1-2 sýningar í mánuði eða eitthvað álíka á myndum á ensku, get ekki horft á dubbaðar myndir á ítölsku. Já myndin sem við sáum var Flags of Our Fathers og verð ég að segja að hún var nokkuð góð þrátt fyrir að við misstum af byrjuninni, verðum víst að sjá hana aftur þegar við komum heim.

Farinn að læra
Óskar

p.s.
kíkið á Flickr! accountinn minn var að henda inn nokkrum myndum um daginn.

6 ummæli:

Gudrun sagði...

Þetta var nú ekki svona lélegt eða allavega fannst mér það ekki, já myndin var mjög fín, ekkert til að hrópa húrra fyrir en þetta er fínasta afþreying :)

Oskar Omarsson sagði...

Þetta var hræðilegt :)

En myndin var ágæt, þú ert bara of góð í þér til að geta haft gaman að svona myndum held ég.

Elska þig :)

Unknown sagði...

Hae, hae krusimusiurnar minar!

Tad verdur sko klarlega farid i hagaeda kvikmyndahus heima a Islandi i jolafriinu! Med alvoru biopoppi!! hehe... Er ordin frekar treytt a ad horfa a sjonvarpid og DVD herna allt a fronsku!!

Sakna ykkar svoooo...

Sjaumst eftir 15 daga!!

Sigrún G. sagði...

ú fóruði í bíó að sjá alla vini mina leika í bíómynd ;)

Ég hlakka nú pínu til að sjá hana, ekki búið afð frumsýna á Íslandi..

Gangi þér vel í prófinu og til hamingju með árangurinn í sögunni. Ég kláraði síðasta prófið sem ég þarf að taka í Kennaraháskóla Íslands í dag!!! vúhú!!!!

Sigrún G. sagði...

...það er að segja ef ég fer ekki í framhaldsnám :D

Oskar Omarsson sagði...

Takk fyrir kommentin ;D

En jú það verðuru klárlega gerð góð ferð í kvikmyndahús borgarinnar yfir jólin.

Til hamingju með það Sigrún!!!!