En ég þarf semsagt að vera búinn með bókina alla, búinn að taka próf úr öllum 5 hlutunum, semja spurningu úr amk 3 hlutum og svara þeim með gríðar löngu svari, stúdera óendanlegt flóð af upplýsingum um Laxness á vefnum Gljúfrasteinn.is og svara einhverju verkefni um það, loks get ég þá klárað einhverja umsögn þar sem ég velti bókinn Sjálfstætt Fólk fyrir mér. Já og ekki má gleyma að ég á líka að skila heimildaritgerð fyrir Sögu sem á að vera ca. 8bls um Galileo Galilei. Allt þetta á að vera búið ekki seinna en 1.Nóv
15nóv á ég síðan að vera búinn að lesa aðrabók sem heitir Sólskynshestur, og klára Málnotkunar verkefni fyrir 30.Nóv, en í millitíðinn hef ég ákveðið að gefa mér tíma til að fara á út að taka 1-3 myndir og hjóla kannski 3-7km, ásamt því að sofa kannski og fara á Tool tónleika í torini

Ég er því farinn að sofa, góða nótt.
Óskar, löglega afsakaður frá blogginu í smástund.

2 ummæli:
áfram Tool!! :D:D
Gangi þér vel að lesa þetta allt, ég er í svipuðum pakka þannig að ég vorkenni þér samt ekkert :p
Takk sömuleiðis, það er samt ágætt að hafa eitthvað að gera :D... mætti samt koma í smærri skömtum
Skrifa ummæli