sunnudagur, október 22, 2006

Whoa, Lost season 3 og smá iTunes nöldur

Við vorum að horfa á fyrstu 2 þættina í nýjustu seríunni af Lost, og bara eitt sem ég ætla að segja svo ég skemmi þetta ekki fyrir neinum... MAGNAÐ.


Er einhver búinn að horfa a þessa þætti?

En að öðrum málum, ég nálgaðist þessa þætti á iTunes Store og verð því miður, eins og ég held nú mikið uppá iTunes, að lýsa yfir vonbrigðum mínum með iTunes í þessum málum, ekki nóg með það að þátturinn er ekki í wide-screen upplausn heldur er hann risa stór (næstum 500mb) og síðan er iTunes alls ekki að standa sig í afspilun á þessum skrám. Maður þarf að gera allskonar hundakúnstir til að fá draslið til að ganga, og það er ekki eins og maður sé á einhverji drasl tölvu. iTunes er með alveg fáránlegar kröfur fyrir "video playback" eða 2.0Ghz örgjafa!!! hvað er málið með það? hvenar varð það svona flókið að spila einn helvítis video fæl??

Common Apple!!! ég sem hélt að þið væruð að fá eitthvað vit í kollinn!!

bless..
Oskar

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Maður er neyddur til að skrifa inná þessa síðu og svo geriru ekki neitt annað en að nöldra hérna.

Er Lost ekki löngu orðinn leiðinlegt? Það getur ekki verið skemmtilegt að horfa á 3 seríur af fólki föstu á eyju.

Oskar Omarsson sagði...

Segir það ekki eitthvað fleira um vinina þegar maður þarf að "neyða" fólk til að commenta?..

Já Lost er alveg áhugavert, en maður hangir voða mikið á þessari hugsun "hvað skeður næst..." ég meina það eru svo margar spurningar þarna sem enn er ósvarað... En það er ekki hægt að ætlast til að maður býði endlaust eftir svörum, ég ætla að gefa þessu séns eitthvað áfram, sjáum til hvort þetta lifi út þessa seríu.

EddaK sagði...

Ég missti alveg af lokunum af fyrstu seríu og allri annarri seríu af Lost en skemmti mér bara konunglega yfir þessu samt, búin að sjá fyrstu 3 þættina ;) Það segir manni bara eitt: Sería tvö var tilgangslaus!

Oskar Omarsson sagði...

Uff lokin í fyrstu seríu voru rosaleg, ekkert smá erfið bið eftir annari seríu...

Önnur sería var ágæt, en það var margt merkilegt sem kom framm í henni... ég myndi horfa á hana viðtækifæri.