sunnudagur, október 29, 2006

Heimsókn!

Við fengum heimsókn! Mamma og pabbi Guðrúnar komu í helgar heimsókn núna þessa helgi, heldur betur færandi hendi! Þau komu með KODDANA OKKAR!!!!! Þar sem maður er orðinn algjörlega húkked á þessa tempur kodda þá var það ólýsanlega gott að fá koddann sinn aftur, draumur að sofa síðustu tvær nætur. En þau komu líka með tvær sængur fyrir okkur! fullt fullt af nammi og orðabókina hennar Guðrúnar, 10kg hlunkur. Síðan komu þau líka með pakka frá mömmu og pabba og þar fann ég hvorki meira né minna en ÍSLENSKT HANGIGJÖT! og FLATKÖKUR! geðveikt gott að fá þetta, síríus súkkulaði, pipp og mjög sérstakar piparkökur.

Síðan þegar við vorum búin að gæða okkur á namminu og losa þau við draslið sem þau komu með fyrir okkur, sem var btw ein heil ferðatask plús önnur minni, þá fórum við að leika túrista í fyrstaskipti í Mílanó. Við fórum að skoða kirkjuna Duomo, sem er eitthvað voða merkileg kirkja, eld gamallt dót, og kastalann, hittum þar á einhverja celtic daga og svoleiðis voða gaman löbbuðum mikið um og skoðuðum. álit mitt á Mílanó hækkaði alveg gríðarlega þegar ég fór að skoða hana með augum túristanns.

Ég tók helling af myndum sem ég á eftir að setja inná tölvuna, og síðan smelli ég þeim sem mér lýst eitthvað á inná myndasíðuna mína, fylgist með.

bæjó
Óskar

1 ummæli:

Gudrun sagði...

Geggjuð helgi!!!!