Og þar sem við höfum verið svona löt er náttúrulega lítað að skrifa um ;) en ég er búinn að vera rosa duglegur að hjóla útí garði og búinn að hjóla rúma 180 km þar núna.
Pönnukökur....MIG LANGAR Í PÖNNUKÖKUR!!!, málið er að við höfum verið að reyna að redda uppskrift að heiman fyrir pönnukökur en síðan gáfumst við bara uppá því og fórum á netið, fundum eina sem var nógu mömmuleg og skunduðum útí búð að kaupa hráefnið. Eftir langan tíma í súpermarkaðinum vantaði okkur ennþá tvennt, lyftiduft og vaniludropa (maður gerir ekki pönnukökur án vaniludropa!!) hvernig er þetta eiginlega hafa ítalir aldrei heyrt talað um Royal lyftiduftið góða??? eða vaniludropa??, og btw ef einhver veit hvað þetta kallast á ítölsku má hann hendilega setja það í commentið. En við ætluðum ekki að láta sigra okkur í þessari herför okkar til að fá eitthvað góðgæti og keyptum möffins í pakka :D, nánast hlupum heim og lásum spennt aftaná pakkann og auðvitað vantaði helvítis eggið sem við skiluðum í hilluna í súpermarkaðinum þegar við fundum ekki restina af dótinu í pönnukökurnar....
En Guðrún bakaði síðan þessar möffins þegar við áttum egg og þær voru bara geggjað góðar :)

Hei hvernig væri svo að commenta? ég nenni ekki að blaðra hérna ef þið commentið ekki!!!

Engin ummæli:
Skrifa ummæli